Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   lau 24. febrúar 2024 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Völsungur fær markvörð með U19 leik að baki (Staðfest)
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Markvörðurinn efnilegi Ólafur Örn Ásgeirsson mun reyna fyrir sér með Völsungi í 2. deildinni í sumar.

Ólafur Örn er fæddur 2003 og var einn af varamarkvörðum U19 landsliðsins. Hann á einn leik að baki fyrir U19 landslið Íslands en hann býr ekki yfir mikilli meistaraflokksreynslu í íslenska boltanum.

Ólafur spilaði sjö leiki með ÍR í fyrra eftir að hafa reynt fyrir sér hjá Þrótti Vogum á undirbúningstímabilinu. Hann er uppalinn hjá HK og á einn keppnisleik að baki fyrir félagið, sá leikur kom í Mjólkurbikarnum sumarið 2022.

Völsungur fékk 25 stig úr 22 umferðum í 2. deildinni í fyrra og endaði átta stigum fyrir ofan Sindra í fallsæti.
Athugasemdir
banner
banner