Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 24. mars 2020 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Napoli ætlar að reyna við Immobile í sumar
Ciro Immobile gæti farið til Napoli
Ciro Immobile gæti farið til Napoli
Mynd: Getty Images
Ítalska félagið Napoli ætlar að leggja fram tilboð í Ciro Immobile, framherja Lazio, í sumar en umboðsmaður leikmannsins greinir frá þessu.

Immobile hefur verið óaðfinnanlegur í ítölsku deildinni á þessu tímabili en hann er markahæstur með 27 mörk eða sex mörkum á undan Cristiano Ronaldo

Napoli hefur lengi vel haft mikinn áhuga á Immobile og gerir umboðsmaður hans ráð fyrir því að félagið leggi fram tilboð í sumar.

„Það er enginn vafi á því að Cristiano Giuntoli (yfirmaður íþróttamála hjá Napoli) er mikill aðdáandi Immobile. Hann vildi meira að segja fá hann áður en hann samdi við Lazio," sagði Alessandro Moggi, umboðsmaður Immobile.

„Það er hins vegar erfitt með stöðuna í dag útaf kórónaveirunni hvað mun gerast í sumar. Immobile er með samning til 2023 og ef Napoli hefur svona mikinn áhuga þá munu þeir banka á dyrnar hjá Lazio," sagði hann ennfremur.
Athugasemdir
banner
banner