Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 24. mars 2023 17:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Snýr aftur 29 mánuðum síðar - „Komin í formið sem hún ætti að vera í"
Icelandair
Sandra María
Sandra María
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sandra María Jessen var í dag valinn í landsliðið í fyrsta sinn í tæplega tvö og hálft ár. Hún var síðast valin í nóvember 2020 en gat þá ekki tekið þátt í verkefninu vegna smits í leikmannahópi Bayer Leverkusen, liðinu sem Sandra lék með á þeim tíma - blessuð sé minning veirunnar.

Síðasti hópur sem Sandra var því hluti af var í leiknum gegn heimakonum í Svíþjóð þann 27. október 2020 í undankeppni EM.

Tvö ár, fjórir mánuðir og 25 dagar eru frá þeim leik, alls 878 dagar. Leikirnir sem framundan eru verða gegn Nýja-Sjálandi og Sviss og fara fram þann 7. og 11. apríl.

Hún er að snúa til baka í landsliðið eftir að hafa eignast barn árið 2021. Hún sneri til baka á völlinn á síðasta tímabili og skoraði þá átta mörk í Bestu deildinni. Í vetur hefur hún verið funheit og raðað inn mörkum með Þór/KA í Lengjubikarnum, alls skoraði hún ellefu mörk í fimm leikjum í riðlakeppninni.

Þorsteinn Halldórsson, þjálfari landsliðsins, tjáði sig um Söndru Maríu í viðtali við Fótbolta.net í dag. Á fréttamannafundinum kom Steini inná það að hann lítur m.a. á Söndru Maríu sem kost í vinstri bakvarðarstöðuna.

„Mér finnst hún núna, á þessu ári, vera að komast í það form sem hún ætti að vera í - sitt eðlilega ástand og að spila af sinni eðlilegru getu. Ég er bjartsýnn á að hún sé í góðum málum," sagði Steini.

Viðtalið við Steina sem og viðtal við Söndru, sem tekið var fyrr í vetur, má nálgast hér að neðan.
Stolt og sátt með endurkomuna - „Ein besta ráðning sem Þór/KA gat gert"
Steini hefur áhyggjur: Fær enga möguleika á því að sanna sig
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner