Víkingar heimsóttu Aftureldingu í 3. umferð Bestu deild karla í kvöld þegar þessi lið mættust við Malbikstöðina að Varmá.
Víkingar vonuðust til þess að svara fyrir sig eftir að hafa fallið úr leik í bikarnum um páskana en það svar þarf að bíða betri tíma.
Lestu um leikinn: Afturelding 1 - 0 Víkingur R.
„Þungt að tapa þessum leik." sagði Sölvi Geir Ottesen svekktur eftir tapið í kvöld.
„Ég vill bara byrja á því að óska Aftureldingu til hamingju með þennan sigur. Þeir voru mættir til leiks hérna til þess að berjast og gefa allt í þetta. Þeir voru rosalega öflugir í þessum leik,"
„Við gáfum þetta svolítið til þeirra. Við vorum mjög 'sloppy' og vorum sérstaklega í fyrri hálfleiknum bara ólíkir sjálfum okkur. Við vorum að flýta okkur alltof mikið í sóknum og vorum ekki að halda vel í boltann. Ég er hrikalega ósáttur með frammistöðuna"
„Við skulduðum okkur fyrir bikarleikinn, miklu betri frammistöðu. Hún kom ekki í dag. Þetta voru bara barnaleg mistök hjá okkur við markið þeirra. Þetta var bara mjög svekkjandi"
Þrátt fyrir slaka frammistöður núna tvo leiki í röð vildi Sölvi ekki meina að það væri hægt að kenna einhverri þreytu um.
„Ég neita að trúa því að það séu einhver þreytumerki á okkur. Orkustigið sem að við erum búnir að vera í fram að þessum síðustu tveimur leikjum hefur verið frábært og á æfingum. Það er eitthvað annað sem er að plaga okkur núna og við þurfum að skoða það dýpra hvað það er nákvæmlega, hvort það séu röng skilaboð frá mér til leikmanna eða hvað sem það er þá þurfum við að kíkja á það" sagði Sölvi Geir Ottesen.
Nánar er rætt við Sölva Geir Ottesen í spilaranum hér fyrir ofan.
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Vestri | 3 | 2 | 1 | 0 | 4 - 1 | +3 | 7 |
2. Víkingur R. | 3 | 2 | 0 | 1 | 6 - 1 | +5 | 6 |
3. Breiðablik | 3 | 2 | 0 | 1 | 6 - 5 | +1 | 6 |
4. Stjarnan | 3 | 2 | 0 | 1 | 5 - 4 | +1 | 6 |
5. Valur | 3 | 1 | 2 | 0 | 7 - 5 | +2 | 5 |
6. ÍBV | 3 | 1 | 1 | 1 | 3 - 3 | 0 | 4 |
7. Afturelding | 3 | 1 | 1 | 1 | 1 - 2 | -1 | 4 |
8. KR | 3 | 0 | 3 | 0 | 7 - 7 | 0 | 3 |
9. Fram | 3 | 1 | 0 | 2 | 5 - 6 | -1 | 3 |
10. ÍA | 3 | 1 | 0 | 2 | 2 - 4 | -2 | 3 |
11. FH | 3 | 0 | 1 | 2 | 3 - 5 | -2 | 1 |
12. KA | 3 | 0 | 1 | 2 | 3 - 9 | -6 | 1 |