Amorim langt frá því að hætta - Wirtz fundaði með City - Ensk stórlið vilja Rodrygo
Hektor Bergmann: Þetta er besta tilfinning í heimi
Jökull eftir sigur í vító: „Eigum sittera fyrir framan markið“
Alexander Aron: Hægt að fara með þennan leik upp í KSÍ og kenna hvernig á að spila fótbolta
Maggi: Fer ekkert ofan af því að það væri fínt að fá VAR til Íslands
Elmar Kári: Draumur að fá þann heiður að taka þátt í þessu verkefni
Pressa á Jóni Þór? - „Það er alveg klárt mál"
Venni sló á létta strengi: Evrópudraumurinn er farinn
Túfa: Að mínu mati eitt af þremur bestu liðunum í Lengjudeildinni
Oliver: Þrennan hefði mátt detta
„Það eru bara hærri hlaupatölur þegar við spilum við KR en önnur lið"
Óskar Hrafn: Í dag duttum við af hjólinu
„Veit ekki hvort að menn hafi haldið að þetta kæmi að sjálfu sér"
Brynjar Kristmunds: Þurftum að bera ákveðna virðingu fyrir því
Bjarni Jó: Heppnaðist illa og ég tek það á mig
Siggi Höskulds: Erum að spyrja fullt af spurningum
Gylfi Tryggvason: Svo kemur Lotta bara með einhverja töfra
Karlotta: Ég er bara stolt af liðinu og þetta var góður sigur
John Andrews: Stundum þegar þú ert að spila hræddur þrýstir þér það upp á næsta stig
Óli Kristjáns: Bara feikilega ánægður
Álfa: Við viljum bara komast í úrslit
   fim 24. apríl 2025 22:27
Stefán Marteinn Ólafsson
Sölvi: Neita að trúa því að það séu einhver þreytumerki á okkur
Sölvi Geir Ottesen þjálfari Víkinga
Sölvi Geir Ottesen þjálfari Víkinga
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Víkingar heimsóttu Aftureldingu í 3. umferð Bestu deild karla í kvöld þegar þessi lið mættust við Malbikstöðina að Varmá. 

Víkingar vonuðust til þess að svara fyrir sig eftir að hafa fallið úr leik í bikarnum um páskana en það svar þarf að bíða betri tíma.


Lestu um leikinn: Afturelding 1 -  0 Víkingur R.

„Þungt að tapa þessum leik." sagði Sölvi Geir Ottesen svekktur eftir tapið í kvöld. 

„Ég vill bara byrja á því að óska Aftureldingu til hamingju með þennan sigur. Þeir voru mættir til leiks hérna til þess að berjast og gefa allt í þetta. Þeir voru rosalega öflugir í þessum leik,"

„Við gáfum þetta svolítið til þeirra. Við vorum mjög 'sloppy' og vorum sérstaklega í fyrri hálfleiknum bara ólíkir sjálfum okkur. Við vorum að flýta okkur alltof mikið í sóknum og vorum ekki að halda vel í boltann.  Ég er hrikalega ósáttur með frammistöðuna" 

„Við skulduðum okkur fyrir bikarleikinn, miklu betri frammistöðu. Hún kom ekki í dag. Þetta voru bara barnaleg mistök hjá okkur við markið þeirra. Þetta var bara mjög svekkjandi" 

Þrátt fyrir slaka frammistöður núna tvo leiki í röð vildi Sölvi ekki meina að það væri hægt að kenna einhverri þreytu um.

„Ég neita að trúa því að það séu einhver þreytumerki á okkur. Orkustigið sem að við erum búnir að vera í fram að þessum síðustu tveimur leikjum hefur verið frábært og á æfingum. Það er eitthvað annað sem er að plaga okkur núna og við þurfum að skoða það dýpra hvað það er nákvæmlega, hvort það séu röng skilaboð frá mér til leikmanna eða hvað sem það er þá þurfum við að kíkja á það" sagði Sölvi Geir Ottesen.

Nánar er rætt við Sölva Geir Ottesen í spilaranum hér fyrir ofan.


Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 6 4 1 1 13 - 5 +8 13
2.    Vestri 6 4 1 1 8 - 2 +6 13
3.    Breiðablik 6 4 1 1 11 - 8 +3 13
4.    KR 6 2 4 0 19 - 11 +8 10
5.    Valur 6 2 3 1 14 - 10 +4 9
6.    Stjarnan 6 3 0 3 9 - 10 -1 9
7.    Afturelding 6 2 1 3 4 - 7 -3 7
8.    ÍBV 6 2 1 3 7 - 11 -4 7
9.    Fram 6 2 0 4 10 - 11 -1 6
10.    ÍA 6 2 0 4 6 - 15 -9 6
11.    FH 6 1 1 4 9 - 11 -2 4
12.    KA 6 1 1 4 6 - 15 -9 4
Athugasemdir
banner
banner