Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
Fred stoðsendingahæstur: Myndi vilja hafa Rúnar með mér á miðjunni
Benoný kominn með gullskóinn: Var ákveðinn í að slá þetta met
Viktor flytur á Akranes og framlengir út 2027
„Ég fer að grenja að tala um það"
Dóri Árna: Ekki verið nálægt því að tapa síðan einhvern tímann í júní
Höskuldur: Þetta er epísk sögulína
Andri Rafn: Maður er náttúrulega bara í einhverjum graut eftir þetta
„Fannst við eiga að vinna stærra"
Aron Bjarna: Ennþá að meðtaka þetta
Sölvi Geir: Því miður féll þetta bara ekki með okkur
Damir: Við pökkuðum þeim bara saman
Davíð Ingvars: Það verður partý fram á nótt
„Tveir úrslitaleikir og núll titlar er ekki nógu gott"
Arnór Gauti svaraði Eyþóri Wöhler: Stórt shout á saununa í Lágó
Kiddi Steindórs: Stundum þarf vondi kallinn að sigra
Ísak Snær: Tvö tímabil tveir titlar, ekki slæm tölfræði."
Daníel Laxdal heiðraður sem goðsögn Stjörnunnar: Kom bara eitt lið til greina
Leifur niðurbrotinn eftir skell og fall: Mér líður hræðilega
Hilmar Árni heiðraður eftir síðasta leikinn: Þetta var tilfinningaríkt
Þórarinn Ingi: Ég ætla ekki að gefa út strax að maður sé hættur
banner
   þri 24. maí 2022 22:43
Alexandra Bía Sumarliðadóttir
Ási: Það er erfitt að vinna leik þegar þú skorar ekki mark
Ásmundur Arnarsson, þjálfari Breiðabliks var að vonum svekktur að leikslokum
Ásmundur Arnarsson, þjálfari Breiðabliks var að vonum svekktur að leikslokum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Breiðablik tapaði 1-0 fyrir Val á heimavelli í 6. umferð Bestu-deildar kvenna í kvöld. Ásmundur Arnarsson, þjálfari Breiðabliks var að vonum svekktur eftir leik.

„Það er aldrei gaman að tapa leik, en þessi leikur var auðvitað bara hörkuleikur tveggja góðra liða og mér fannst við vera ofan á í ansi mörgum atriðum í dag, fá fleiri möguleika og ansi góða möguleika inn á milli. En við bara náum ekki að nýta þá og það er kannski pínu sagan okkar í sumar. Það breytir því ekki að við erum með hörku hóp, við erum með öfluga leikmenn og ég hef fulla trú á leikmannahópnum, að þær geti komið til baka og snúið þessu dæmi við og farið að skora mörk úr færunum okkar og þá fara að týnast inn stig. En það er erfitt að vinna leik þegar þú skorar ekki mark," sagði Ási strax eftir leik. 


Lestu um leikinn: Breiðablik 0 -  1 Valur

„Það vantar upp á að skora og þegar þú lendir í svona krísu þá er ekkert annað hægt en að halda áfram, halda áfram á meðan frammistaðan er og þú ert að búa til færin að þá kemur að því að þau detta og þá bara raðast inn mörkin. Við höfum bara trú á því."

Eftir leikinn eru Breiðablik sex stigum á eftir Val sem er á toppi deildarinnar.

„Staðan í töflunni lítur ekkert vel út en það þýðir ekkert að vera að horfa á það núna. Það er nóg eftir af þessu móti og eins og ég segi, ég hef fulla trú á hópnum og að við getum komið sterkar inn í framhaldið. Sex stig í val segiru, við þurfum bara að horfa á næsta leik. Það eru þrjú stig í boði og við þurfum að horfa á einn leik í einu og reyna að týna inn þau stig sem við mögulega getum."

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum að ofan.


Athugasemdir
banner