Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
Mikael Egill: Ég sá bara Orra fagna í smettið á þeim
Age hreinskilinn: Fótbolti er fyndin íþrótt
Ísak: Nýtti það að vera smá reiður
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
banner
   þri 24. maí 2022 22:43
Alexandra Bía Sumarliðadóttir
Ási: Það er erfitt að vinna leik þegar þú skorar ekki mark
Ásmundur Arnarsson, þjálfari Breiðabliks var að vonum svekktur að leikslokum
Ásmundur Arnarsson, þjálfari Breiðabliks var að vonum svekktur að leikslokum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Breiðablik tapaði 1-0 fyrir Val á heimavelli í 6. umferð Bestu-deildar kvenna í kvöld. Ásmundur Arnarsson, þjálfari Breiðabliks var að vonum svekktur eftir leik.

„Það er aldrei gaman að tapa leik, en þessi leikur var auðvitað bara hörkuleikur tveggja góðra liða og mér fannst við vera ofan á í ansi mörgum atriðum í dag, fá fleiri möguleika og ansi góða möguleika inn á milli. En við bara náum ekki að nýta þá og það er kannski pínu sagan okkar í sumar. Það breytir því ekki að við erum með hörku hóp, við erum með öfluga leikmenn og ég hef fulla trú á leikmannahópnum, að þær geti komið til baka og snúið þessu dæmi við og farið að skora mörk úr færunum okkar og þá fara að týnast inn stig. En það er erfitt að vinna leik þegar þú skorar ekki mark," sagði Ási strax eftir leik. 


Lestu um leikinn: Breiðablik 0 -  1 Valur

„Það vantar upp á að skora og þegar þú lendir í svona krísu þá er ekkert annað hægt en að halda áfram, halda áfram á meðan frammistaðan er og þú ert að búa til færin að þá kemur að því að þau detta og þá bara raðast inn mörkin. Við höfum bara trú á því."

Eftir leikinn eru Breiðablik sex stigum á eftir Val sem er á toppi deildarinnar.

„Staðan í töflunni lítur ekkert vel út en það þýðir ekkert að vera að horfa á það núna. Það er nóg eftir af þessu móti og eins og ég segi, ég hef fulla trú á hópnum og að við getum komið sterkar inn í framhaldið. Sex stig í val segiru, við þurfum bara að horfa á næsta leik. Það eru þrjú stig í boði og við þurfum að horfa á einn leik í einu og reyna að týna inn þau stig sem við mögulega getum."

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner