Liverpool gæti nýtt sér ákvæði í samningi Semenyo- Ungur miðjumaður á blaði hjá Liverpool og Man Utd - West Ham vill Strand Larsen
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
banner
   þri 24. maí 2022 22:43
Alexandra Bía Sumarliðadóttir
Ási: Það er erfitt að vinna leik þegar þú skorar ekki mark
Kvenaboltinn
Ásmundur Arnarsson, þjálfari Breiðabliks var að vonum svekktur að leikslokum
Ásmundur Arnarsson, þjálfari Breiðabliks var að vonum svekktur að leikslokum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Breiðablik tapaði 1-0 fyrir Val á heimavelli í 6. umferð Bestu-deildar kvenna í kvöld. Ásmundur Arnarsson, þjálfari Breiðabliks var að vonum svekktur eftir leik.

„Það er aldrei gaman að tapa leik, en þessi leikur var auðvitað bara hörkuleikur tveggja góðra liða og mér fannst við vera ofan á í ansi mörgum atriðum í dag, fá fleiri möguleika og ansi góða möguleika inn á milli. En við bara náum ekki að nýta þá og það er kannski pínu sagan okkar í sumar. Það breytir því ekki að við erum með hörku hóp, við erum með öfluga leikmenn og ég hef fulla trú á leikmannahópnum, að þær geti komið til baka og snúið þessu dæmi við og farið að skora mörk úr færunum okkar og þá fara að týnast inn stig. En það er erfitt að vinna leik þegar þú skorar ekki mark," sagði Ási strax eftir leik. 


Lestu um leikinn: Breiðablik 0 -  1 Valur

„Það vantar upp á að skora og þegar þú lendir í svona krísu þá er ekkert annað hægt en að halda áfram, halda áfram á meðan frammistaðan er og þú ert að búa til færin að þá kemur að því að þau detta og þá bara raðast inn mörkin. Við höfum bara trú á því."

Eftir leikinn eru Breiðablik sex stigum á eftir Val sem er á toppi deildarinnar.

„Staðan í töflunni lítur ekkert vel út en það þýðir ekkert að vera að horfa á það núna. Það er nóg eftir af þessu móti og eins og ég segi, ég hef fulla trú á hópnum og að við getum komið sterkar inn í framhaldið. Sex stig í val segiru, við þurfum bara að horfa á næsta leik. Það eru þrjú stig í boði og við þurfum að horfa á einn leik í einu og reyna að týna inn þau stig sem við mögulega getum."

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum að ofan.


Athugasemdir
banner
banner