Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   þri 24. maí 2022 08:40
Ívan Guðjón Baldursson
Inter reynir að semja við Perisic - Vill losna við Sanchez og Vidal
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA

Framtíð króatíska kantmannsins Ivan Perisic hjá Inter er í hættu þar sem hann verður samningslaus eftir rúman mánuð.


Hinn 33 ára gamli Perisic hefur verið meðal bestu leikmanna Inter á tímabilinu spilandi sem vinstri vængbakvörður. Hann fær þó mikið frelsi til að skeiða upp völlinn og hefur verið duglegur að skora og leggja upp.

Tottenham, Juventus og Chelsea hafa verið orðuð við Perisic en Inter ætlar að leggja metnað í að halda Króatanum innan sinna raða.

„Við erum að gera okkar besta til að framlengja samning Ivan Perisic. Næsti fundur verður í næstu viku," sagði Beppe Marotta, framkvæmdastjóri Inter. Fabrizio Romano segir að Inter sé búið að bjóða Perisic tveggja ára samning með 5 milljónir evra í grunnlaun (eftir skatt) auk árangurstengdra aukagreiðslna.

Inter hefur þó ekki áhuga á að halda Arturo Vidal og Alexis Sanchez. Þeir eiga báðir eitt ár eftir af samningum sínum við félagið sem er reiðubúið til að hleypa þeim burt á frjálsri sölu til að lækka launakostnaðinn.

Vidal, 35, kom við sögu í 41 leik á tímabilinu á meðan Sanchez, 33, skoraði 9 mörk og lagði 5 upp í 39 leikjum. Þeir komu báðir oft inn af bekknum er þeir rétt misstu af öðrum Ítalíumeistaratitlinum í röð.

Vidal er í viðræðum við Flamengo í Brasilíu en óljóst er hvert næsta skref Sanchez verður, þó MLS deildin sé talin koma sterklega til greina.


Athugasemdir
banner
banner