Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 24. maí 2022 22:00
Brynjar Ingi Erluson
Mjólkurbikarinn: Þórsarar fengu óvæntan skell á Dalvík - Annað bikarævintýri hjá ÍR
Dalvík/Reynir er komið í 16-liða úrslit
Dalvík/Reynir er komið í 16-liða úrslit
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
ÍR-ingar ætla í annað bikarævintýri
ÍR-ingar ætla í annað bikarævintýri
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þórir Rafn Þórisson tryggði Kórdrengjum sigur á Hvíta riddaranum
Þórir Rafn Þórisson tryggði Kórdrengjum sigur á Hvíta riddaranum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Dalvík/Reynir mun spila í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins eftir að hafa unnið Þór, 2-0, á Dalvíkurvelli í kvöld. Þetta er risasigur fyrir heimamenn sem spila í 3. deildinni á meðan Þórsarar spila í Lengjudeildinni. ÍR lagði þá Grindavík að velli, 2-1, á Grindavíkurvelli.

Þórsarar komust í fínt tækifæri strax í byrjun leiks er Sammi McLeod átti skot rétt framhjá en hann lagði boltann fyrir sig með handleggnum og réttilega dæmdur brotlegur.

Jóhann Örn Sigurjónsson átti fyrsta góða færið fyrir heimamenn á 11. mínútu en skalli hans fór framhjá. Heimamenn fóru að sækja aðeins í og uppskáru þeir mark á 28. mínútu.

Gunnlaugur Bjarnar Baldursson átti fyrirgjöf sem Elmar Þór Jónsson ætlaði að tækla en hann hitti boltann illa og rúllaði boltinn í netið. Klaufalegt.

Staðan 1-0 fyrir Dalvík/Reynir í hálfleik. Jewook Woo var nálægt því að jafna fyrir Þórsarar í upphafi síðari hálfleiks er hann náði að komast framhjá Aroni Inga Rúnarssyni í markinu en Woo þurfti að teygja sig í boltann er hann reyndi skotið og fór það framhjá.

Bjarni Guðjón Brynjólfsson kom inná sem varamaður og fékk jafnvel enn betra færi fyrir Þór til að jafna leikinn en hann skaut í stöng fyrir opnu marki.

Dalvík/Reynir refsaði fyrir þetta klúður og var það Jóhann Örn sem gerði annað mark liðsins á 79. mínútu. Hann virtist fá boltann í sig eftir hornspyrnu og náði Auðunn Ingi Valtýsson ekki að koma í veg fyrir að boltinn fær yfir línuna.

Þetta reyndust lokatölur og risasigur fyrir Dalvík/Reynir sem fer í 16-liða úrslitin.

Kórdrengir unnu góðan 2-0 sigur á Hvíta riddaranum. Arnleifur Hjörleifsson skoraði með skalla á 58. mínútu eftir sendingu frá Óskari Atla Magnússyni áður en Þórir Rafn Þórisson tryggði sigurinn með vítaspyrnumarki á 84. mínútu.

HK lagði Gróttu, 3-1. Stefán Ingi Sigurðarson gerði fyrstu tvö mörk HK-inga. Fyrra á 24. mínútu og það síðari í upphafi síðari hálfleiks en undir lok leiks náði Sigurður Hrannar Þorsteinsson að minnka muninn.

Atli Arnarson skoraði tveimur mínútum síðar og skaut HK áfram í 16-liða úrslit.

ÍR lagði þá Grindavík óvænt, 2-1. Bergvinn Fannar Helgason kom gestunum yfir á 24. mínútu áður en Dagur Ingi Hammer Gunnarsson jafnaði fyrir Grindvíkinga á 52. mínútu. ÍR-ingar svöruðu þremur mínútum síðar er Guðjón Máni Magnússon skoraði og reyndist það sigurmarkið.

ÍR-ingar fóru alla leið í 8-liða úrslitin á síðasta ári og eru nú komnir í 16-liða úrslitin. Það er útlit fyrir annað bikarævintýri hjá ÍR-ingum.

Úrslit og markaskorarar:

Dalvík/Reynir 2 - 0 Þór
1-0 Elmar Þór Jónsson ('28 , sjálfsmark)
2-0 Jóhann Örn Sigurjónsson ('79 )
Lestu um leikinn

Hvíti riddarinn 0 - 2 Kórdrengir
0-1 Arnleifur Hjörleifsson ('58 )
0-2 Þórir Rafn Þórisson ('84 , víti)
Lestu um leikinn

HK 3 - 1 Grótta
1-0 Stefán Ingi Sigurðarson ('24 )
2-0 Stefán Ingi Sigurðarson ('53 )
2-1 Sigurður Hrannar Þorsteinsson ('91 )
3-1 Atli Arnarson ('94 )
Lestu um leikinn

Grindavík 1 - 2 ÍR
0-1 Bergvin Fannar Helgason ('24 )
1-1 Dagur Ingi Hammer Gunnarsson ('52 )
1-2 Guðjón Máni Magnússon ('55 )
Rautt spjald: Thiago Dylan Ceijas, Grindavík ('74) Lestu um leikinn
Athugasemdir
banner
banner
banner