Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   mið 24. maí 2023 17:00
Elvar Geir Magnússon
„Ferskt og spennandi að velja Eze“
Eberechi Eze.
Eberechi Eze.
Mynd: EPA
Í dag var enski landsliðshópurinn opinberaður fyrir leiki gegn Möltu og Norður-Makedóníu í undankeppni EM.

Phil McNulty, yfirmaður fótboltafrétta hjá BBC, fagnar valinu á Eberechi Eze leikmanni Crystal Palace.

„Þetta er ferskt og spennandi val. England er miklu sigurstranglegra liðið í báðum leikjum en Southgate hefur ákveðið að halda sig að mestu við kunnguleg andlit í hópnum," segir McNulty.

„Valið á Eze er það helsta sem grípur augun og er verðskuldað fyrir þennan 24 ára leikmann sem hefur blómstrað undir stjórn fyrrum landsliðsþjálfara Englands, Roy Hodgson, og skorað sex mörk í síðustu átta leikjum."

„Hann hefur sýnt seiglu og ákveðni þegar hann kom til baka eftir erfið meiðsli og langa fjarveru. Eze kemur inn í staðinn fyrir Raheem Sterling sem hefur átt erfitt fyrsta tímabil hjá Chelsea. Hann getur hvílt sig í þessum glugga og einbeitt sér að því að endurheimta sæti sitt fyrir EM."
Athugasemdir
banner
banner