Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 24. maí 2023 22:27
Brynjar Ingi Erluson
Lengjudeild kvenna: Grótta fór illa með nágranna sína í KR
Gróttukonur fagna gegn KR-ingum í kvöld
Gróttukonur fagna gegn KR-ingum í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Grótta vann 5-0 stórsigur á nágrönnum sínum í KR í 4. umferð Lengjudeildar kvenna í kvöld en KR-ingar hafa tapað öllum fjórum leikjum sínum.

Seltirningar skoruðu fyrsta mark sitt innan við mínútu er Arnfríður Auður Arnarsdóttir kom boltanum í netið og rúmum tíu mínútum síðar bætti María Lovísa Jónasdóttir við öðru.

Hannah Abraham bætti við þriðja á 27. mínútu áður en Margrét Lea Gísladóttir skoraði tvö á fjórum mínútum.

Sigur Gróttu færir þeim þriðja sigurinn í deildinni og er liðið nú með 9 stig í 3. sæti en KR á botninum og án stiga.

Grindavík og Afturelding gerðu markalaust jafntefli en liðin eru hlið við hlið með fimm stig eftir fjóra leiki.

Augnablik lagði þá Fram að velli, 3-1. Sara Svanhildur Jóhannsdóttir og Viktoría París Sabido skoruðu mörk Blika í fyrri hálfleiknum áður en Eva Karen Sigurdórsdóttir minnkaði muninn á 66. mínútu. Edith Kristín Kristjánsdóttir sá svo til þess að tryggja Blikum öll stigin tíu mínútum síðar.

Þetta var fyrsti sigur Augnabliks í sumar en liðið er með 4 stig á meðan Fram er aðeins með 1 stig.

Úrslit og markaskorarar:

Grótta 5 - 0 KR
1-0 Arnfríður Auður Arnarsdóttir ('1 )
2-0 María Lovísa Jónasdóttir ('11 )
3-0 Hannah Abraham ('27 )
4-0 Margrét Lea Gísladóttir ('30 )
5-0 Margrét Lea Gísladóttir ('34 )

Grindavík 0 - 0 Afturelding

Augnablik 3 - 1 Fram
1-0 Sara Svanhildur Jóhannsdóttir ('14 )
2-0 Viktoría París Sabido ('27 )
2-1 Eva Karen Sigurdórsdóttir ('66 )
3-1 Edith Kristín Kristjánsdóttir ('76 )
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner