Arda Guler á óskalista Liverpool - Fulham hefur áhuga á Chalobah - Hættir Man Utd við Branthwaite? - Velur Real Madrid fram yfir stórlið á Englandi
Pétur um viðbrögðin eftir pistilinn: Það var góður panell á Víkingsvellinum
Tekur undir með Pétri - „Það geta allir tekið til sín“
„Þegar þetta tæki hittir boltann þá er eins og hleypt sé af skoti”
Gunnar Magnús: Hún veit það best sjálf að hún gat gert betur
Óli Kristjáns: Sáttur við seigluna
Alltaf langað að spila fyrir Þór/KA - „Sérstaklega gaman að skora fyrir félagið"
Kristján Guðmunds: Tökum ekki réttar ákvarðanir
J. Glenn: Í dag að spila á leikmönnum úr þriðja flokki
Bryndís Rut: Ekkert óvanar því að ferðast og erum ekkert að kvarta
Ísak segir sögurnar ekki réttar - „Fullsnemmt að pakka saman í töskur og fara heim"
Best í Mjólkurbikarnum: Fyrsta tímabilið í atvinnumennsku
Mætir uppeldisfélaginu í fyrsta sinn - „Líður fáránlega vel á Akureyri"
John Andrews: Okkar leikmenn gerðu félagið stolt
Nik um meiðsli Öglu Maríu: Hún liggur ekki nema það sé eitthvað alvarlegt
Haraldur Freyr: Mögulega á endanum heppnir að hann fari jafntefli
Sigurvin: Þurfti einhver töfrabrögð til að brjóta ísinn
Hemmi Hreiðars: Þetta var til fyrirmyndar
Úlfur: Leikmenn nafngreindir og þeir kallaðir aumingjar og annað
Bragi Karl: Náði því snemma í fyrra og næ því vonandi sem fyrst núna
Magnús Már: Eitthvað sem við eigum ekki að sjá á heimavelli
   fös 24. maí 2024 21:02
Stefán Marteinn Ólafsson
Nik: Komum við út með mikið hugrekki, hjarta og löngun
Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks.
Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Breiðablik tóku á móti Val í stórleik umferðarinnar í Bestu deild kvenna í kvöld.

Bæði lið voru fyrir leikinn með fullt hús stiga á toppi deildarinnar svo það var ljóst að annaðhvort liðið hið minnsta þyrfti að gefa eftir.


Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  1 Valur

„Fyrir okkur var þetta leikur tveggja hálfleika. Í fyrri hálfleik vorum við mjög íhaldssöm og svolítið passív. Valur stýrði leiknum og komust í hættulegar stöður. Við bjuggum okkur ekki til mikið en í síðari hálfleik komum við út með miklu meiri hugrekki, hjarta og löngun. Ég held að þegar uppi er staðið það sé það sem hafi skilað þessu." Sagði Nik Chamberlain þjálfari Breiðabliks eftir sigurinn í dag.

Aðstæðurnar í dag voru vægast sagt erfiðar en veðrið gerði liðunum gríðarlega erfitt fyrir.

„Þetta er eins og það er. Þetta er ekki það sem ég hefði valið og þetta eru ekki aðstæðurnar til þess að vera spila fótbolta. Þetta er bara ákvörðun sem var tekinn og við héldum bara áfram." 

Nik var sammála því að gæði leiksins hefðu liðið fyrir aðstæðurnar hér í kvöld.

„Í heildina þá já. Ég held að bæði lið hafi reynt að spila og þú gast séð glitta í smá gæði hjá báðum liðum en til þess að þetta yrði besti mögulegi leikurinn þá eru þetta ekki góðar veður aðstæður til þess að spila."

Það stóð aldrei til að færa leikinn inn.

„Leikurinn var alltaf að fara vera úti. Það var spurning í vikunni hvort við gætum fært leikinn um einn dag en það var ekki hægt svo þannig var það. Við vorum ekki að fara spila inni í fífunni, við æfum ekki einusinni þar nema við verðum og Kórinn var aldrei möguleiki því það var skráður leikur þar. Ef við hefðum spilað á morgun þá hefðum við alltaf líka spilað hann hérna úti. Það var bara eins og það er og við höldum bara áfram." 

Nánar er rætt við Nik Chamberlain þjálfara Breiðabliks í spilaranum hér fyrir ofan.


Besta-deild kvenna
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Breiðablik 9 8 0 1 25 - 4 +21 24
2.    Valur 9 8 0 1 29 - 10 +19 24
3.    Þór/KA 9 7 0 2 25 - 10 +15 21
4.    FH 9 4 1 4 12 - 16 -4 13
5.    Víkingur R. 9 3 3 3 13 - 17 -4 12
6.    Tindastóll 9 3 1 5 11 - 17 -6 10
7.    Stjarnan 9 3 0 6 12 - 24 -12 9
8.    Þróttur R. 9 2 1 6 8 - 13 -5 7
9.    Keflavík 9 2 0 7 7 - 19 -12 6
10.    Fylkir 9 1 2 6 10 - 22 -12 5
Athugasemdir
banner
banner
banner