Sádar búast við því að Salah fari frá Liverpool í sumar - Vicario á blaði hjá Inter - Palace hefur rætt við Úlfana um Strand Larsen
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Þriðji hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Annar hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
banner
   fös 24. maí 2024 21:02
Stefán Marteinn Ólafsson
Nik: Komum við út með mikið hugrekki, hjarta og löngun
Kvenaboltinn
Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks.
Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Breiðablik tóku á móti Val í stórleik umferðarinnar í Bestu deild kvenna í kvöld.

Bæði lið voru fyrir leikinn með fullt hús stiga á toppi deildarinnar svo það var ljóst að annaðhvort liðið hið minnsta þyrfti að gefa eftir.


Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  1 Valur

„Fyrir okkur var þetta leikur tveggja hálfleika. Í fyrri hálfleik vorum við mjög íhaldssöm og svolítið passív. Valur stýrði leiknum og komust í hættulegar stöður. Við bjuggum okkur ekki til mikið en í síðari hálfleik komum við út með miklu meiri hugrekki, hjarta og löngun. Ég held að þegar uppi er staðið það sé það sem hafi skilað þessu." Sagði Nik Chamberlain þjálfari Breiðabliks eftir sigurinn í dag.

Aðstæðurnar í dag voru vægast sagt erfiðar en veðrið gerði liðunum gríðarlega erfitt fyrir.

„Þetta er eins og það er. Þetta er ekki það sem ég hefði valið og þetta eru ekki aðstæðurnar til þess að vera spila fótbolta. Þetta er bara ákvörðun sem var tekinn og við héldum bara áfram." 

Nik var sammála því að gæði leiksins hefðu liðið fyrir aðstæðurnar hér í kvöld.

„Í heildina þá já. Ég held að bæði lið hafi reynt að spila og þú gast séð glitta í smá gæði hjá báðum liðum en til þess að þetta yrði besti mögulegi leikurinn þá eru þetta ekki góðar veður aðstæður til þess að spila."

Það stóð aldrei til að færa leikinn inn.

„Leikurinn var alltaf að fara vera úti. Það var spurning í vikunni hvort við gætum fært leikinn um einn dag en það var ekki hægt svo þannig var það. Við vorum ekki að fara spila inni í fífunni, við æfum ekki einusinni þar nema við verðum og Kórinn var aldrei möguleiki því það var skráður leikur þar. Ef við hefðum spilað á morgun þá hefðum við alltaf líka spilað hann hérna úti. Það var bara eins og það er og við höldum bara áfram." 

Nánar er rætt við Nik Chamberlain þjálfara Breiðabliks í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner