Mateta kostar 40 milljónir punda - Liverpool og Man Utd vilaj Robinson - Douglas Luiz aftur í ensku úrvalsdeildina?
Fór aðra leið en félagarnir - Tilbúinn í hörkuna á Skaganum
Þorri Mar: Það birtir alltaf til og núna skín Stjarnan
Steini: Sýndi að þær voru hræddar við að við myndum nálgast markið
Karólína eftir naumt tap: Þær voru orðnar drullu pirraðar
Ingibjörg: Héldum áfram að reyna og ég er stolt af því
„Henda sér niður við allt og væla yfir öllu“
Sölvi: Víkingstreyjan fer honum einstaklega vel
Kári: Hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur
Gylfi um síðustu daga og skiptin umtöluðu - „Kári gefst greinilega ekki upp"
Cecilía: Frakkar hafa góða einstaklinga en ekki eins gott lið og Ísland
Hlín: Hellings pláss á móti þeim og okkar að nýta það
Steini: Þær fara mikið í 1 á 1 og reyna að plata
Emilía Kiær: Heimsklassa lið með heimsklassa leikmönnum
Katla Tryggva: Held ég sé með ágætis tök á dómurunum
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
Steini: Stundum vantaði aðeins meiri ró á boltanum
Dagný þakklát fyrir traustið: Eigum að geta gert aðeins betur
Sveindís Jane: Ég hefði átt að skjóta betur
Glódís: Hún er ein besta sexa í heimi
   fös 24. maí 2024 21:02
Stefán Marteinn Ólafsson
Nik: Komum við út með mikið hugrekki, hjarta og löngun
Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks.
Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Breiðablik tóku á móti Val í stórleik umferðarinnar í Bestu deild kvenna í kvöld.

Bæði lið voru fyrir leikinn með fullt hús stiga á toppi deildarinnar svo það var ljóst að annaðhvort liðið hið minnsta þyrfti að gefa eftir.


Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  1 Valur

„Fyrir okkur var þetta leikur tveggja hálfleika. Í fyrri hálfleik vorum við mjög íhaldssöm og svolítið passív. Valur stýrði leiknum og komust í hættulegar stöður. Við bjuggum okkur ekki til mikið en í síðari hálfleik komum við út með miklu meiri hugrekki, hjarta og löngun. Ég held að þegar uppi er staðið það sé það sem hafi skilað þessu." Sagði Nik Chamberlain þjálfari Breiðabliks eftir sigurinn í dag.

Aðstæðurnar í dag voru vægast sagt erfiðar en veðrið gerði liðunum gríðarlega erfitt fyrir.

„Þetta er eins og það er. Þetta er ekki það sem ég hefði valið og þetta eru ekki aðstæðurnar til þess að vera spila fótbolta. Þetta er bara ákvörðun sem var tekinn og við héldum bara áfram." 

Nik var sammála því að gæði leiksins hefðu liðið fyrir aðstæðurnar hér í kvöld.

„Í heildina þá já. Ég held að bæði lið hafi reynt að spila og þú gast séð glitta í smá gæði hjá báðum liðum en til þess að þetta yrði besti mögulegi leikurinn þá eru þetta ekki góðar veður aðstæður til þess að spila."

Það stóð aldrei til að færa leikinn inn.

„Leikurinn var alltaf að fara vera úti. Það var spurning í vikunni hvort við gætum fært leikinn um einn dag en það var ekki hægt svo þannig var það. Við vorum ekki að fara spila inni í fífunni, við æfum ekki einusinni þar nema við verðum og Kórinn var aldrei möguleiki því það var skráður leikur þar. Ef við hefðum spilað á morgun þá hefðum við alltaf líka spilað hann hérna úti. Það var bara eins og það er og við höldum bara áfram." 

Nánar er rætt við Nik Chamberlain þjálfara Breiðabliks í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner