Man City setur verðmiða á Cancelo - Simons eftirsóttur - Lille hafnar Liverpool
Gunnar: Engin skömm að tapa fyrir Val
Pétur Péturs: Ósáttur með fyrri hálfleikinn
„Farin að sýna okkur það sem ég hef vitað að hún hefur getað síðan hún var 14 ára”
Óli Kristjáns: Þetta voru „freak" mörk
Arnar Grétarsson: Alltof mikið reynt að svindla
Er Valur Arsenal? - „Með svo marga einstaklinga sem geta meitt mann"
Svekktur að tapa leiknum svona - „Once in a lifetime mark“
Skoraði eitt mark sumarsins og hélt hreinu - „Helluð tilfinning“
Mikilvægt að halda í fallegar hefðir - „Mjög stór fígura í sögu Fjölnis“
„Himinlifandi, hamingjusamur og ánægður með sigurinn“
Kristján: Við töpuðum á móti liði sem spilaði miklu betur en við í dag
Sandra María búin að brjóta hundrað marka múrinn í efstu deild
Dragan hélt langa ræðu í klefanum eftir leikinn - „Þetta er bannað"
Virðir stigið á Dalvík - „Fékk högg í kúlurnar og var að drepast"
J. Glenn: Frá okkar bæjardyrum séð leit þetta út eins og víti
Guðni: Held að við séum ekki beint að horfa á toppsætið
Með verk upp í geirvörtur eftir högg í punginn - „Bjóst ekki við króknum"
Halli Hróðmars: ég tel að við séum með hóp sem jafnast á við bestu liðin í deildinni
Anton Ingi: Stelpurnar spila fyrir félagið og Grindavík
Hugsaði um að fara í Breiðablik en fór frekar til Hollands
   fös 24. maí 2024 21:02
Stefán Marteinn Ólafsson
Nik: Komum við út með mikið hugrekki, hjarta og löngun
Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks.
Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Breiðablik tóku á móti Val í stórleik umferðarinnar í Bestu deild kvenna í kvöld.

Bæði lið voru fyrir leikinn með fullt hús stiga á toppi deildarinnar svo það var ljóst að annaðhvort liðið hið minnsta þyrfti að gefa eftir.


Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  1 Valur

„Fyrir okkur var þetta leikur tveggja hálfleika. Í fyrri hálfleik vorum við mjög íhaldssöm og svolítið passív. Valur stýrði leiknum og komust í hættulegar stöður. Við bjuggum okkur ekki til mikið en í síðari hálfleik komum við út með miklu meiri hugrekki, hjarta og löngun. Ég held að þegar uppi er staðið það sé það sem hafi skilað þessu." Sagði Nik Chamberlain þjálfari Breiðabliks eftir sigurinn í dag.

Aðstæðurnar í dag voru vægast sagt erfiðar en veðrið gerði liðunum gríðarlega erfitt fyrir.

„Þetta er eins og það er. Þetta er ekki það sem ég hefði valið og þetta eru ekki aðstæðurnar til þess að vera spila fótbolta. Þetta er bara ákvörðun sem var tekinn og við héldum bara áfram." 

Nik var sammála því að gæði leiksins hefðu liðið fyrir aðstæðurnar hér í kvöld.

„Í heildina þá já. Ég held að bæði lið hafi reynt að spila og þú gast séð glitta í smá gæði hjá báðum liðum en til þess að þetta yrði besti mögulegi leikurinn þá eru þetta ekki góðar veður aðstæður til þess að spila."

Það stóð aldrei til að færa leikinn inn.

„Leikurinn var alltaf að fara vera úti. Það var spurning í vikunni hvort við gætum fært leikinn um einn dag en það var ekki hægt svo þannig var það. Við vorum ekki að fara spila inni í fífunni, við æfum ekki einusinni þar nema við verðum og Kórinn var aldrei möguleiki því það var skráður leikur þar. Ef við hefðum spilað á morgun þá hefðum við alltaf líka spilað hann hérna úti. Það var bara eins og það er og við höldum bara áfram." 

Nánar er rætt við Nik Chamberlain þjálfara Breiðabliks í spilaranum hér fyrir ofan.


Besta-deild kvenna
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Breiðablik 8 8 0 0 24 - 2 +22 24
2.    Valur 8 7 0 1 26 - 9 +17 21
3.    Þór/KA 8 6 0 2 22 - 9 +13 18
4.    FH 8 4 1 3 11 - 13 -2 13
5.    Víkingur R. 8 2 3 3 11 - 16 -5 9
6.    Stjarnan 8 3 0 5 12 - 23 -11 9
7.    Tindastóll 8 2 1 5 9 - 17 -8 7
8.    Keflavík 8 2 0 6 7 - 17 -10 6
9.    Fylkir 8 1 2 5 9 - 19 -10 5
10.    Þróttur R. 8 1 1 6 7 - 13 -6 4
Athugasemdir
banner
banner