Garnacho á leið til Chelsea - Milan hefur áhuga á Nkunku og Akanji - Newcastle gerir nýtt tilboð í Larsen
Arnar Gunnlaugs: Þetta er sexí hópur
Hólmar Örn: Maður þurfti aðeins að hrista það af sér
Magnús Már: Margt jákvætt í frammistöðunni en niðurstaðan súr
Sölvi Geir: Vonandi er búið að losna um tómatsósuna hjá honum
Túfa: Þvílík endurkoma eftir að hafa verið með bakið uppvið vegg
Oliver Ekroth: Allir leikir eins og úrslitaleikir
Davíð Smári: Okkar versti leikur
Örvar Eggerts: Gott að spila illa og vinna
Jökull: Ætlum okkur meira - Erum ekki að horfa í fjórða eða þriðja sætið
Óskar hefur engar áhyggjur: „Annað liðið skokkaði tvisvar upp í hornspyrnur og skoraði“
Kjartan Kári: Lengi á æfingavellinum að taka aukaspyrnur
Láki: Fullt af hlutum sem við vorum ósáttir við dómgæsluna
Heimir Guðjóns: Kjartan Kári bjargaði okkur
Birgir Baldvins: Þetta er mitt mark!
Haddi: Það er gott jafnvægi í hópnum
Rúnar Kristins: Við erum í fallbaráttu og menn verða að gera sér grein fyrir því
Átti sinn besta leik til þessa gegn gömlu félögunum - „Ótrúleg stemning"
Njarðvíkingar féllu á prófinu - „Eitthvað sem hann þarf að læra"
Magnaður dagur í Þorpinu - „Tímamótadæmi að fá svona stuðning"
Alli Jó: Algjörlega á okkur að ná í úrslit og vinna fótboltaleiki
   fös 24. maí 2024 21:20
Brynjar Ingi Erluson
Veðrið skipti ekki sköpum - „Gaman þegar gengur vel og það gengur vel þegar það er gaman“
Kvenaboltinn
Ólöf Sigríður í leik með Blikum
Ólöf Sigríður í leik með Blikum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ólöf Sigríður Kristinsdóttir, leikmaður Breiðabliks, segir gaman að vera í Breiðablik í dag en liðið vann toppbaráttuslag við Val, 2-1, í erfiðu veðri á Kópavogsvelli í kvöld.

Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  1 Valur

Landsliðskonan kom heim í þessum mánuði eftir að hafa stundað nám við Harvard-skólann í vetur.

Hún kom inn af bekknum í síðari hálfleik og lagði upp fyrra mark liðsins fyrir Andreu Rut Bjarnadóttur.

Ólöf, sem var áður í Val, segir það gaman að geta unnið einn helsta keppninaut liðsins í deildinni.

„Það er alltaf gott að vinna og sérstaklega Val. Sem leikmaður Breiðabliks er gott að vinna Val.“

„Ég var náttúrulega ekki inn á í fyrri hálfleiknum en þegar ég kom inn á í seinni hálfleiknum var orkan góð og höfðum trú á verkefninu. Gott 'pep-talk' frá Nik í hálfleik. Ég held að trúin hafi aldrei farið og þess vegna náðum við að halda okkur og allar í standi. Þá er auðvelt að spila fótbolta,“
sagði Ólöf við Fótbolta.net.

Ólöf var ánægð að geta gefið stoðsendingu á Andreu, en það var yfirleitt öfugt þegar þær spiluðu saman hjá Þrótti.

„Fínt að hafa ferskar fætur á bekknum og fínt að ég og Ása [Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir] komum inn á og séum fersku fæturnir. Gaman að fá að endurgjalda margar stoðsendingar frá Andreu Rut og gefa henni eina.

„Þetta var mjög gott mark. Svona er hún bara og gerir þetta oft. Þetta er ekkert nýtt. Ég held að þetta sýni bara gæðin í liðinu sem við erum með. Sama hver er inná þá er alltaf gæði og 100 prósent ákefð.“


Veðuraðstæður voru hörmulegar. Mikill vindur, rigning og hafði það vissulega mikil áhrif á hvernig leikurinn spilaðist, en Ólöf sagði það þó ekki hafa skipt sköpum.

„Ég held að þetta hafi vakið okkur upp að fá rigninguna og vindinn í andlitið. Þær eru búnar að æfa svona í allan vetur, þær eru vanar þessu og bæði lið eru vön þessu. Þetta gerir leikinn öðruvísi en held að það hafi ekki skipt sköpum í dag hvernig veðrið var.“

„Það skiptir engu máli hvernig veðrið er. Við erum alltaf tilbúnar að spila.“


Það er gott að vera í Breiðablik þessa dagana. Stemningin í hópnum er góð og helst það í hendur við góða spilamennsku liðsins í byrjun leiktíðar.

„Góð og er búin að vera góð. Það er gaman og það er gaman þegar gengur vel og það gengur vel þegar það er gaman. Við höldum bara áfram að hafa gaman og þá gengur vel,“ sagði Ólöf en hún talaði einnig um byrjun tímabilsins, bekkjarsetuna og landsliðið í viðtalinu hér fyrir ofan.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir