Tel gæti farið á Old Trafford - Ferguson orðaður við Chelsea - Man City eltir spænskan miðjumann
Ánægður með Þungavigtarbikarinn: Öðruvísi að hafa æfingaleikina sem mót
Dóri Árna: Erum í leit að hafsent og senter
Óli Valur skoraði gegn gömlu félögunum: Virkilega gaman, toppmenn
Markus Nakkim: Besta ákvörðunin fyrir mig að koma til Íslands
Unnur skiptir um félag í fyrsta sinn - „Þurfti á þessu að halda"
„Einhver áhugi en Stjarnan var alltaf að fara að vera valin"
Óskar Hrafn um félagskiptamarkaðinn: Verðum ekki mjög aktívir
Gylfi hefur heyrt í Arnari: Samband okkar hefur ekkert breyst
Sölvi Snær á varnaræfingum KSÍ: Fer betri leikmaður útaf þessum æfingum
Jörundur Áki: Þeir hafa margt fram að færa sem krakkarnir geta lært af
Hugurinn leitaði heim eftir góð ár í Árbæ - „Var svolítið ákveðin"
Norðurálsmótið 40 ára í sumar
Kári Árna: Týndu synirnir eru komnir aftur heim
Viktor Bjarki aðstoðar Sölva: Verið draumur mjög lengi
Sölvi fengið góðan skóla og stígur nú í stóra skó - „Búinn að heilaþvo mann síðustu sex árin"
Endurnýjar kynnin við Arnar - „Vona að hann hafi lært eitthvað"
Arnar í draumastarfið: Ótrúlega ljúft en að sama skapi smá sorg
Eyþór með skýr markmið í nýju liði - „Þetta er bara mín vinna"
Atli Þór í skýjunum: Víkingur var eina liðið sem ég hafði auga á
Alex er kominn heim: Mig langaði að fara í bláu treyjuna aftur
   fös 24. maí 2024 21:20
Brynjar Ingi Erluson
Veðrið skipti ekki sköpum - „Gaman þegar gengur vel og það gengur vel þegar það er gaman“
Ólöf Sigríður í leik með Blikum
Ólöf Sigríður í leik með Blikum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ólöf Sigríður Kristinsdóttir, leikmaður Breiðabliks, segir gaman að vera í Breiðablik í dag en liðið vann toppbaráttuslag við Val, 2-1, í erfiðu veðri á Kópavogsvelli í kvöld.

Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  1 Valur

Landsliðskonan kom heim í þessum mánuði eftir að hafa stundað nám við Harvard-skólann í vetur.

Hún kom inn af bekknum í síðari hálfleik og lagði upp fyrra mark liðsins fyrir Andreu Rut Bjarnadóttur.

Ólöf, sem var áður í Val, segir það gaman að geta unnið einn helsta keppninaut liðsins í deildinni.

„Það er alltaf gott að vinna og sérstaklega Val. Sem leikmaður Breiðabliks er gott að vinna Val.“

„Ég var náttúrulega ekki inn á í fyrri hálfleiknum en þegar ég kom inn á í seinni hálfleiknum var orkan góð og höfðum trú á verkefninu. Gott 'pep-talk' frá Nik í hálfleik. Ég held að trúin hafi aldrei farið og þess vegna náðum við að halda okkur og allar í standi. Þá er auðvelt að spila fótbolta,“
sagði Ólöf við Fótbolta.net.

Ólöf var ánægð að geta gefið stoðsendingu á Andreu, en það var yfirleitt öfugt þegar þær spiluðu saman hjá Þrótti.

„Fínt að hafa ferskar fætur á bekknum og fínt að ég og Ása [Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir] komum inn á og séum fersku fæturnir. Gaman að fá að endurgjalda margar stoðsendingar frá Andreu Rut og gefa henni eina.

„Þetta var mjög gott mark. Svona er hún bara og gerir þetta oft. Þetta er ekkert nýtt. Ég held að þetta sýni bara gæðin í liðinu sem við erum með. Sama hver er inná þá er alltaf gæði og 100 prósent ákefð.“


Veðuraðstæður voru hörmulegar. Mikill vindur, rigning og hafði það vissulega mikil áhrif á hvernig leikurinn spilaðist, en Ólöf sagði það þó ekki hafa skipt sköpum.

„Ég held að þetta hafi vakið okkur upp að fá rigninguna og vindinn í andlitið. Þær eru búnar að æfa svona í allan vetur, þær eru vanar þessu og bæði lið eru vön þessu. Þetta gerir leikinn öðruvísi en held að það hafi ekki skipt sköpum í dag hvernig veðrið var.“

„Það skiptir engu máli hvernig veðrið er. Við erum alltaf tilbúnar að spila.“


Það er gott að vera í Breiðablik þessa dagana. Stemningin í hópnum er góð og helst það í hendur við góða spilamennsku liðsins í byrjun leiktíðar.

„Góð og er búin að vera góð. Það er gaman og það er gaman þegar gengur vel og það gengur vel þegar það er gaman. Við höldum bara áfram að hafa gaman og þá gengur vel,“ sagði Ólöf en hún talaði einnig um byrjun tímabilsins, bekkjarsetuna og landsliðið í viðtalinu hér fyrir ofan.
Besta-deild kvenna
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Valur 18 16 1 1 48 - 16 +32 49
2.    Breiðablik 18 16 0 2 46 - 9 +37 48
3.    Þór/KA 18 9 3 6 40 - 28 +12 30
4.    Víkingur R. 18 8 5 5 28 - 29 -1 29
5.    FH 18 8 1 9 30 - 36 -6 25
6.    Þróttur R. 18 7 2 9 23 - 27 -4 23
7.    Stjarnan 18 6 3 9 22 - 34 -12 21
8.    Tindastóll 18 3 4 11 20 - 41 -21 13
9.    Fylkir 18 2 4 12 17 - 34 -17 10
10.    Keflavík 18 3 1 14 16 - 36 -20 10
Athugasemdir
banner
banner
banner