Man Utd á eftir De Ligt - Greenwood eftirsóttur - Olise nálgast Chelsea - Mourinho vill fá Lindelöf
Gunnar: Engin skömm að tapa fyrir Val
Pétur Péturs: Ósáttur með fyrri hálfleikinn
„Farin að sýna okkur það sem ég hef vitað að hún hefur getað síðan hún var 14 ára”
Óli Kristjáns: Þetta voru „freak" mörk
Arnar Grétarsson: Alltof mikið reynt að svindla
Er Valur Arsenal? - „Með svo marga einstaklinga sem geta meitt mann"
Svekktur að tapa leiknum svona - „Once in a lifetime mark“
Skoraði eitt mark sumarsins og hélt hreinu - „Helluð tilfinning“
Mikilvægt að halda í fallegar hefðir - „Mjög stór fígura í sögu Fjölnis“
„Himinlifandi, hamingjusamur og ánægður með sigurinn“
Kristján: Við töpuðum á móti liði sem spilaði miklu betur en við í dag
Sandra María búin að brjóta hundrað marka múrinn í efstu deild
Dragan hélt langa ræðu í klefanum eftir leikinn - „Þetta er bannað"
Virðir stigið á Dalvík - „Fékk högg í kúlurnar og var að drepast"
J. Glenn: Frá okkar bæjardyrum séð leit þetta út eins og víti
Guðni: Held að við séum ekki beint að horfa á toppsætið
Með verk upp í geirvörtur eftir högg í punginn - „Bjóst ekki við króknum"
Halli Hróðmars: ég tel að við séum með hóp sem jafnast á við bestu liðin í deildinni
Anton Ingi: Stelpurnar spila fyrir félagið og Grindavík
Hugsaði um að fara í Breiðablik en fór frekar til Hollands
   fös 24. maí 2024 21:20
Brynjar Ingi Erluson
Veðrið skipti ekki sköpum - „Gaman þegar gengur vel og það gengur vel þegar það er gaman“
Ólöf Sigríður í leik með Blikum
Ólöf Sigríður í leik með Blikum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ólöf Sigríður Kristinsdóttir, leikmaður Breiðabliks, segir gaman að vera í Breiðablik í dag en liðið vann toppbaráttuslag við Val, 2-1, í erfiðu veðri á Kópavogsvelli í kvöld.

Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  1 Valur

Landsliðskonan kom heim í þessum mánuði eftir að hafa stundað nám við Harvard-skólann í vetur.

Hún kom inn af bekknum í síðari hálfleik og lagði upp fyrra mark liðsins fyrir Andreu Rut Bjarnadóttur.

Ólöf, sem var áður í Val, segir það gaman að geta unnið einn helsta keppninaut liðsins í deildinni.

„Það er alltaf gott að vinna og sérstaklega Val. Sem leikmaður Breiðabliks er gott að vinna Val.“

„Ég var náttúrulega ekki inn á í fyrri hálfleiknum en þegar ég kom inn á í seinni hálfleiknum var orkan góð og höfðum trú á verkefninu. Gott 'pep-talk' frá Nik í hálfleik. Ég held að trúin hafi aldrei farið og þess vegna náðum við að halda okkur og allar í standi. Þá er auðvelt að spila fótbolta,“
sagði Ólöf við Fótbolta.net.

Ólöf var ánægð að geta gefið stoðsendingu á Andreu, en það var yfirleitt öfugt þegar þær spiluðu saman hjá Þrótti.

„Fínt að hafa ferskar fætur á bekknum og fínt að ég og Ása [Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir] komum inn á og séum fersku fæturnir. Gaman að fá að endurgjalda margar stoðsendingar frá Andreu Rut og gefa henni eina.

„Þetta var mjög gott mark. Svona er hún bara og gerir þetta oft. Þetta er ekkert nýtt. Ég held að þetta sýni bara gæðin í liðinu sem við erum með. Sama hver er inná þá er alltaf gæði og 100 prósent ákefð.“


Veðuraðstæður voru hörmulegar. Mikill vindur, rigning og hafði það vissulega mikil áhrif á hvernig leikurinn spilaðist, en Ólöf sagði það þó ekki hafa skipt sköpum.

„Ég held að þetta hafi vakið okkur upp að fá rigninguna og vindinn í andlitið. Þær eru búnar að æfa svona í allan vetur, þær eru vanar þessu og bæði lið eru vön þessu. Þetta gerir leikinn öðruvísi en held að það hafi ekki skipt sköpum í dag hvernig veðrið var.“

„Það skiptir engu máli hvernig veðrið er. Við erum alltaf tilbúnar að spila.“


Það er gott að vera í Breiðablik þessa dagana. Stemningin í hópnum er góð og helst það í hendur við góða spilamennsku liðsins í byrjun leiktíðar.

„Góð og er búin að vera góð. Það er gaman og það er gaman þegar gengur vel og það gengur vel þegar það er gaman. Við höldum bara áfram að hafa gaman og þá gengur vel,“ sagði Ólöf en hún talaði einnig um byrjun tímabilsins, bekkjarsetuna og landsliðið í viðtalinu hér fyrir ofan.
Besta-deild kvenna
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Breiðablik 8 8 0 0 24 - 2 +22 24
2.    Valur 8 7 0 1 26 - 9 +17 21
3.    Þór/KA 8 6 0 2 22 - 9 +13 18
4.    FH 8 4 1 3 11 - 13 -2 13
5.    Víkingur R. 8 2 3 3 11 - 16 -5 9
6.    Stjarnan 8 3 0 5 12 - 23 -11 9
7.    Tindastóll 8 2 1 5 9 - 17 -8 7
8.    Keflavík 8 2 0 6 7 - 17 -10 6
9.    Fylkir 8 1 2 5 9 - 19 -10 5
10.    Þróttur R. 8 1 1 6 7 - 13 -6 4
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner