Madueke og Gyökeres til Arsenal - Kudus til Tottenham - Chelsea þarf að selja
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
Óskar Hrafn: Ekkert grín að vera með þrjá fullvaxta karlmenn sem fá að faðma þig
   fim 24. júní 2021 21:30
Sverrir Örn Einarsson
Ingvar Jóns: Auðvitað vil ég fara að spila
Ingvar Jónsson markvörður Víkinga
Ingvar Jónsson markvörður Víkinga
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér fannst við gera þetta mjög fagmannlega. Vissum að ef við værum kærulausir þá gætu þeir alltaf skorað og þá yrði þetta erfiður leikur. Þeir áttu alveg sína kafla og voru hættulegir þannig að við gerðum þetta bara fagmannlega og unnum þetta nokkuð þægilega. “ Sagði Ingvar Jónsson markvörður Víkinga um sína sýn á leikinn úr markinu eftir 3-0 sigur Víkinga á Sindra í 32 liða úrslitum Mjólkurbikarsins í kvöld.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 3 -  0 Sindri

Ingvar sem varð fyrir því óláni að viðbeinsbrotna í leik gegn Keflavík í Lengjubikarnum 19. mars síðastliðinn var að spila sinn fyrsta alvöru leik síðan hann sneri aftur. Var að gott að fá mínútur loksins?

„Já mér líður eins og það sé ár síðan ég spilaði fótboltaleik síðast. Þetta gerist á versta tíma rétt fyrir mót en svona er þetta meiðsli fylgja þessu og maður verður bara að vinna vel og koma sterkur til baka. “

Í fjarveru Ingvars hefur Þórður Ingason varið mark Víkinga og gert það af prýði og ljóst að samkeppnin um markvarðarstöðuna í Víkinni er hörð. Er Ingvar klár í samkeppnina?

„Að sjálfsögðu. Doddi hefur verið frábær og liðið allt hefur verið frábært í sumar. Mitt hlutverk núna í byrjun móts var bara að styðja við bakið á Dodda og gera allt sem ég get til að hafa hann sem bestann. En nú er auðvitað samkeppni um allar stöður í liðinu og auðvitað vil ég fara að spila.“

Sagði Ingvar en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner