Gomes gríðarlega eftirsóttur - Liverpool og Man Utd með í kappinu um Guéhi - Liverpool missir af Gordon og skoðar Adeyemi - Barca vill losna við De...
   mán 24. júní 2024 20:20
Brynjar Ingi Erluson
Frá Southampton til Betis (Staðfest)
Mynd: Real Betis
Real Betis hefur gengið frá kaupum á franska vinstri bakverðinum Romain Perraud en hann kemur til félagsins frá Southampton.

Perraud er 26 ára gamall og spilar stöðu vinstri bakvarðar.

Árið 2021 gekk hann í raðir Southampton frá Brest og spilaði alls 60 leiki fyrir Southampton á tveimur tímabilum sínum í ensku úrvalsdeildinni.

Hann kom að átta mörkum en var síðan lánaður til Nice eftir að Southampton féll niður í B-deildina á síðasta ári.

Southampton komst aftur upp í úrvalsdeildina í maí en Perraud mun ekki taka slaginn með liðinu.

Spænska félagið Real Betis hefur gengið frá kaupum á honum en verðmiðinn er um 3,5 milljónir evra. Hann skrifaði undir fimm ára samning við Betis.


Athugasemdir
banner
banner
banner