Gomes gríðarlega eftirsóttur - Liverpool og Man Utd með í kappinu um Guéhi - Liverpool missir af Gordon og skoðar Adeyemi - Barca vill losna við De...
   mán 24. júní 2024 16:35
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Það er mjög gaman að heyra komandi frá honum"
Arnór Ingvi Traustason.
Arnór Ingvi Traustason.
Mynd: Guðmundur Svansson
Ísak Andri Sigurgeirsson.
Ísak Andri Sigurgeirsson.
Mynd: Guðmundur Svansson
„Það er algjör snilld að hafa þá tvo. Þeir hafa hjálpað mér drullumikið frá því ég kom þarna út," sagði Ísak Andri Sigurgeirsson, leikmaður Norrköping í Svíþjóð, í viðtali við Fótbolta.net á dögunum.

Hann var þá að tala um Arnór Ingva Traustason, leikmann Norrköping, og Ara Frey Skúlason, þjálfara hjá félaginu. Ísak segir það gott að hafa Íslendingana í kringum sig.

„Þeir hjálpuðu mér ekkert eðlilega mikið að komast inn í hlutina. Þeir hjálpa mér líka með lífið utan vallar. Arnór Ingvi er til dæmis mjög duglegur að bjóða mér í mat og það styttir daginn. Það hjálpar mjög mikið."

Ísak hefur ekki spilað mikið að undanförnu en Arnór kallaði eftir því að hann fengi að spila meira.

„Það er mjög gaman að heyra komandi frá honum," segir Ísak en Arnór Ingvi er algjör lykilmaður fyrir Norrköping og íslenska landsliðið.

„Hann er alvöru karakter og mikill leiðtogi. Hann lætur menn alveg heyra það ef þeir eru að gera eitthvað illa en svo er hann líka mjög peppandi. Það er mjög gaman að fylgjast með honum. Hann er orðinn miklu meiri 'complete' leikmaður. Hann hefur fært sig yfir á miðjuna og er ekkert eðlilega góður þar."

Er hann kóngurinnn í Norrköping?

„Já, ég myndi segja það. Hann er mjög vel liðinn hjá Norrköping enda hefur hann gert drulluvel þarna. Hann átti rosalegt síðasta tímabil og hefur verið mjög flottur núna. Hann á skilið sitt hrós," sagði Ísak Andri en allt viðtalið má sjá hér að neðan.
Ísak segir sögurnar ekki réttar - „Fullsnemmt að pakka saman í töskur og fara heim"
Athugasemdir
banner