Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   fös 21. júní 2024 14:19
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: Chess After Dark 
Arnór Ingvi: Leyfið honum að spila og seljið hann svo fyrir miklu meiri pening
Ísak Andri.
Ísak Andri.
Mynd: Guðmundur Svansson
Arnór Ingvi.
Arnór Ingvi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísak Andri Sigurgeirsson var einn allra besti leikmaður Bestu deildarinnar á meðan hann var þar á síðasta tímabili. Hann stóð sig það vel að Norrköping í Svíþjóð keypti hann í glugganum.

Ísak hefur ekki fengið að spila mikið á þessu tímabili, hefur einungis byrjað einn leik fyrir liðið sem er í brasi í sænsku deildinni. Ísak hefur komið fjórum sinnnum inn á af bekknum, fjórum sinnum verið ónotaður varamaður og þrisvar verið utan hóps. Hann byrjaði leik í maí og lagði upp mark en var í kjölfarið utan hóps í síðustu tveimur leikjum.

Ísak hefur sjálfur sagt að það hafi komið sér á óvart hversu lítið hann hefur spilað og þjálfari Norrköping, Andreas Alm, hefur reynt að útskýra stöðuna.

Arnór Ingvi Traustason er algjör lykilmaður í Norrköping og hann sagði sína skoðun í hlaðvarpsþættinum Chess After Dark í vikunni.

„Fyrir mér hefur hann átt skilið að spila meira. Það er svo alltaf eftir þjálfaranum hvernig hann vill spila og hverjum hann vill spila. Kerfið sem við höfum verið að spila hefur ekki hentað honum nægilega vel þar sem við erum í 3-3.... eitthvað kerfi, við vitum það stundum það ekki sjálfir," segir Arnór sem er ekki hrifinn af leikkerfinu.

„Fyrir mér á hann skilið að spila miklu, miklu meira. Eftir gengið að undanförnu höfum við engu að tapa. Það eru verðmæti í honum, félagið vill fá inn unga leikmenn - íslenska - og selja þá lengra. Leyfið honum að spila og seljið hann svo fyrir miklu meiri pening. Hann er frábær í fótbolta," sagði Arnór Ingvi.

Ísak Andri er hluti af U21 landsliði Íslands. Hann spilaði oftast á vinstri kantinum hjá Stjörnunni.

Athugasemdir
banner
banner
banner