Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   fös 24. júlí 2020 17:30
Magnús Már Einarsson
Bruce ætlar að kaupa sama hvað gerist
Mynd: Getty Images
Steve Bruce, stjóri Newcastle, segir að hann muni kaupa leikmenn og styrkja hópinn í sumar, sama hvort nýir eigendur taki við eða ekki.

Fjárfestar frá Sádi-Arabíu hafa undanfarna fjóra mánuði unnið að því að kaupa Newcastle af Mike Ashley en enska úrvalsdeildin hefur ekki ennþá gefið grænt ljós á yfirtökuna.

Bruce segist hins vegar ætla að styrkja hópinn í sumar sama hvað gerist en hann er ásamt framkvæmdastjóranum Lee Charnley að fara yfir stöðuna.

„Við erum með eitt eða tvö járn í eldinum núna og vonandi gengur það upp. Það er samkeppni í gangi og það verður þannig í sumar," sagði Bruce.

„Um leið og glugginn opnar förum við að vinna í þessu. Það er ekkert stopp. Við þurfum að vita hvað gerist með yfirtökuna en ég og Lee erum að reyna að undirbúa okkur sem best."
Athugasemdir
banner
banner
banner