Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
Arnar Grétars: Gerði mikið fyrir okkur að vera með frábæran markmann
Svekktur yfir því að vinna ekki Val - „Mjög dapurt víti, svo við tölum hreint út“
Jón Þór: Bíð jafn spenntur og þú
Viktor Jóns: Get skorað mörk hvar sem er
Ómar Ingi: Eðlilega verður róðurinn þyngri
Siggi Höskulds: Áttum að skora miklu fleiri mörk
Mikael: Ef menn vilja vera áfram í KFA þurfa menn að horfa á þennan leik
Eyþór: Talað um báða titlana frá fyrsta samtali
Marc McAusland: Lífið er gott í ÍR
banner
   fös 24. júlí 2020 22:12
Anton Freyr Jónsson
Guðni Eiríks um stöðu liðsins: Myndi hafa áhyggjur ef þetta væri hefðbundið tímabil
Guðni Eiríksson þjálfari FH
Guðni Eiríksson þjálfari FH
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Já aðsjálfsögðu. Við töpuðum í dag og töpuðum sanngjart og auðvitað er ég fúll með það. Það var ekki uppleggið að koma hingað og tapa leiknum en það var raunin." voru fyrstu viðbrögð Guðna Eiríkssonar þjálfara FH sem var hundfúll að leikslokum.

Lestu um leikinn: KR 3 -  0 FH

Guðni var spurður hvað hafi farið úrskeiðis í leik FH í kvöld.

„Mér fannst við byrja leikinn vel, vorum ofan á í byrjun en svosem ekki í fyrsta skiptið sem við erum það við erum það oftar en ekki og náum ekki að nýta okkur það."

„Fáum mark í andlitið og í kjölfarið koma KR sterkar inn í leikinn, eiga fleiri færi og við erum í raun heppin að staðan hafi bara verið 2-0 í hálfleik því KR-ingarnir áttu mörg góð færi."

„Seinni hálfleikurinn reynum við að setja mark á þær og síðan fáum við mark í andlitið og þá vera þetta orðin þung og mikil brekka. Þriðja markið í kvöld skipti sköpum."

Guðni Eiríksson þjálfari FH tekur svakalega ræðu inn í búningsklefa eftir leik og var hann spurður hvað hann hafi verið að ræða um.

„Við vorum bara að fara yfir stöðuna og fara yfir leikinn. Hvað við getum lagað og bætt og er bara eðlilegt að ræða við sína leikmenn eftir tapleiki sem og sigurleiki."

Gengið hefur ekki verið eftir bókinni hjá FH-ingum en liðið hefur aðeins unnið einn leik það sem af er tímabils og er á botni deildarinnar. Hefur Guðni áhyggjur af stöðu liðsins?

„Nei ég hef ekki áhyggjur af því. Ég myndi hafa áhyggjur af því ef þetta væri venjulegt tímabil og það væri farið að halla á seinni hlutann en það er bara rétt rúmur 1/3 búin, þannig ég hlýt að hafa trú á því að við getum snúið þessu við."

Viðtalið í heild má sjá í sjónvarpinu hér að ofan þar sem Guðni er meðal annars spurður út í meiðsli Andreu Mistar Pálsdóttur.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner