Mainoo, Konate og Mac Allister eftirsóttir - Tonali með heimþrá - Semenyo til Liverpool?
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   fös 24. júlí 2020 22:12
Anton Freyr Jónsson
Guðni Eiríks um stöðu liðsins: Myndi hafa áhyggjur ef þetta væri hefðbundið tímabil
Guðni Eiríksson þjálfari FH
Guðni Eiríksson þjálfari FH
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Já aðsjálfsögðu. Við töpuðum í dag og töpuðum sanngjart og auðvitað er ég fúll með það. Það var ekki uppleggið að koma hingað og tapa leiknum en það var raunin." voru fyrstu viðbrögð Guðna Eiríkssonar þjálfara FH sem var hundfúll að leikslokum.

Lestu um leikinn: KR 3 -  0 FH

Guðni var spurður hvað hafi farið úrskeiðis í leik FH í kvöld.

„Mér fannst við byrja leikinn vel, vorum ofan á í byrjun en svosem ekki í fyrsta skiptið sem við erum það við erum það oftar en ekki og náum ekki að nýta okkur það."

„Fáum mark í andlitið og í kjölfarið koma KR sterkar inn í leikinn, eiga fleiri færi og við erum í raun heppin að staðan hafi bara verið 2-0 í hálfleik því KR-ingarnir áttu mörg góð færi."

„Seinni hálfleikurinn reynum við að setja mark á þær og síðan fáum við mark í andlitið og þá vera þetta orðin þung og mikil brekka. Þriðja markið í kvöld skipti sköpum."

Guðni Eiríksson þjálfari FH tekur svakalega ræðu inn í búningsklefa eftir leik og var hann spurður hvað hann hafi verið að ræða um.

„Við vorum bara að fara yfir stöðuna og fara yfir leikinn. Hvað við getum lagað og bætt og er bara eðlilegt að ræða við sína leikmenn eftir tapleiki sem og sigurleiki."

Gengið hefur ekki verið eftir bókinni hjá FH-ingum en liðið hefur aðeins unnið einn leik það sem af er tímabils og er á botni deildarinnar. Hefur Guðni áhyggjur af stöðu liðsins?

„Nei ég hef ekki áhyggjur af því. Ég myndi hafa áhyggjur af því ef þetta væri venjulegt tímabil og það væri farið að halla á seinni hlutann en það er bara rétt rúmur 1/3 búin, þannig ég hlýt að hafa trú á því að við getum snúið þessu við."

Viðtalið í heild má sjá í sjónvarpinu hér að ofan þar sem Guðni er meðal annars spurður út í meiðsli Andreu Mistar Pálsdóttur.
Athugasemdir
banner