Chelsea og Man Utd berjast um miðjumann - Palace vill leikmann Bayern og Brennan Johnson
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
banner
   fös 24. júlí 2020 22:12
Anton Freyr Jónsson
Guðni Eiríks um stöðu liðsins: Myndi hafa áhyggjur ef þetta væri hefðbundið tímabil
Guðni Eiríksson þjálfari FH
Guðni Eiríksson þjálfari FH
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Já aðsjálfsögðu. Við töpuðum í dag og töpuðum sanngjart og auðvitað er ég fúll með það. Það var ekki uppleggið að koma hingað og tapa leiknum en það var raunin." voru fyrstu viðbrögð Guðna Eiríkssonar þjálfara FH sem var hundfúll að leikslokum.

Lestu um leikinn: KR 3 -  0 FH

Guðni var spurður hvað hafi farið úrskeiðis í leik FH í kvöld.

„Mér fannst við byrja leikinn vel, vorum ofan á í byrjun en svosem ekki í fyrsta skiptið sem við erum það við erum það oftar en ekki og náum ekki að nýta okkur það."

„Fáum mark í andlitið og í kjölfarið koma KR sterkar inn í leikinn, eiga fleiri færi og við erum í raun heppin að staðan hafi bara verið 2-0 í hálfleik því KR-ingarnir áttu mörg góð færi."

„Seinni hálfleikurinn reynum við að setja mark á þær og síðan fáum við mark í andlitið og þá vera þetta orðin þung og mikil brekka. Þriðja markið í kvöld skipti sköpum."

Guðni Eiríksson þjálfari FH tekur svakalega ræðu inn í búningsklefa eftir leik og var hann spurður hvað hann hafi verið að ræða um.

„Við vorum bara að fara yfir stöðuna og fara yfir leikinn. Hvað við getum lagað og bætt og er bara eðlilegt að ræða við sína leikmenn eftir tapleiki sem og sigurleiki."

Gengið hefur ekki verið eftir bókinni hjá FH-ingum en liðið hefur aðeins unnið einn leik það sem af er tímabils og er á botni deildarinnar. Hefur Guðni áhyggjur af stöðu liðsins?

„Nei ég hef ekki áhyggjur af því. Ég myndi hafa áhyggjur af því ef þetta væri venjulegt tímabil og það væri farið að halla á seinni hlutann en það er bara rétt rúmur 1/3 búin, þannig ég hlýt að hafa trú á því að við getum snúið þessu við."

Viðtalið í heild má sjá í sjónvarpinu hér að ofan þar sem Guðni er meðal annars spurður út í meiðsli Andreu Mistar Pálsdóttur.
Athugasemdir
banner