Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   fös 24. júlí 2020 22:12
Anton Freyr Jónsson
Guðni Eiríks um stöðu liðsins: Myndi hafa áhyggjur ef þetta væri hefðbundið tímabil
Guðni Eiríksson þjálfari FH
Guðni Eiríksson þjálfari FH
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Já aðsjálfsögðu. Við töpuðum í dag og töpuðum sanngjart og auðvitað er ég fúll með það. Það var ekki uppleggið að koma hingað og tapa leiknum en það var raunin." voru fyrstu viðbrögð Guðna Eiríkssonar þjálfara FH sem var hundfúll að leikslokum.

Lestu um leikinn: KR 3 -  0 FH

Guðni var spurður hvað hafi farið úrskeiðis í leik FH í kvöld.

„Mér fannst við byrja leikinn vel, vorum ofan á í byrjun en svosem ekki í fyrsta skiptið sem við erum það við erum það oftar en ekki og náum ekki að nýta okkur það."

„Fáum mark í andlitið og í kjölfarið koma KR sterkar inn í leikinn, eiga fleiri færi og við erum í raun heppin að staðan hafi bara verið 2-0 í hálfleik því KR-ingarnir áttu mörg góð færi."

„Seinni hálfleikurinn reynum við að setja mark á þær og síðan fáum við mark í andlitið og þá vera þetta orðin þung og mikil brekka. Þriðja markið í kvöld skipti sköpum."

Guðni Eiríksson þjálfari FH tekur svakalega ræðu inn í búningsklefa eftir leik og var hann spurður hvað hann hafi verið að ræða um.

„Við vorum bara að fara yfir stöðuna og fara yfir leikinn. Hvað við getum lagað og bætt og er bara eðlilegt að ræða við sína leikmenn eftir tapleiki sem og sigurleiki."

Gengið hefur ekki verið eftir bókinni hjá FH-ingum en liðið hefur aðeins unnið einn leik það sem af er tímabils og er á botni deildarinnar. Hefur Guðni áhyggjur af stöðu liðsins?

„Nei ég hef ekki áhyggjur af því. Ég myndi hafa áhyggjur af því ef þetta væri venjulegt tímabil og það væri farið að halla á seinni hlutann en það er bara rétt rúmur 1/3 búin, þannig ég hlýt að hafa trú á því að við getum snúið þessu við."

Viðtalið í heild má sjá í sjónvarpinu hér að ofan þar sem Guðni er meðal annars spurður út í meiðsli Andreu Mistar Pálsdóttur.
Athugasemdir
banner