Antoine Semenyo, Bruno Fernandes, Nicolas Jackson og fleiri koma við sögu.
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
banner
   fös 24. júlí 2020 22:12
Anton Freyr Jónsson
Guðni Eiríks um stöðu liðsins: Myndi hafa áhyggjur ef þetta væri hefðbundið tímabil
Guðni Eiríksson þjálfari FH
Guðni Eiríksson þjálfari FH
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Já aðsjálfsögðu. Við töpuðum í dag og töpuðum sanngjart og auðvitað er ég fúll með það. Það var ekki uppleggið að koma hingað og tapa leiknum en það var raunin." voru fyrstu viðbrögð Guðna Eiríkssonar þjálfara FH sem var hundfúll að leikslokum.

Lestu um leikinn: KR 3 -  0 FH

Guðni var spurður hvað hafi farið úrskeiðis í leik FH í kvöld.

„Mér fannst við byrja leikinn vel, vorum ofan á í byrjun en svosem ekki í fyrsta skiptið sem við erum það við erum það oftar en ekki og náum ekki að nýta okkur það."

„Fáum mark í andlitið og í kjölfarið koma KR sterkar inn í leikinn, eiga fleiri færi og við erum í raun heppin að staðan hafi bara verið 2-0 í hálfleik því KR-ingarnir áttu mörg góð færi."

„Seinni hálfleikurinn reynum við að setja mark á þær og síðan fáum við mark í andlitið og þá vera þetta orðin þung og mikil brekka. Þriðja markið í kvöld skipti sköpum."

Guðni Eiríksson þjálfari FH tekur svakalega ræðu inn í búningsklefa eftir leik og var hann spurður hvað hann hafi verið að ræða um.

„Við vorum bara að fara yfir stöðuna og fara yfir leikinn. Hvað við getum lagað og bætt og er bara eðlilegt að ræða við sína leikmenn eftir tapleiki sem og sigurleiki."

Gengið hefur ekki verið eftir bókinni hjá FH-ingum en liðið hefur aðeins unnið einn leik það sem af er tímabils og er á botni deildarinnar. Hefur Guðni áhyggjur af stöðu liðsins?

„Nei ég hef ekki áhyggjur af því. Ég myndi hafa áhyggjur af því ef þetta væri venjulegt tímabil og það væri farið að halla á seinni hlutann en það er bara rétt rúmur 1/3 búin, þannig ég hlýt að hafa trú á því að við getum snúið þessu við."

Viðtalið í heild má sjá í sjónvarpinu hér að ofan þar sem Guðni er meðal annars spurður út í meiðsli Andreu Mistar Pálsdóttur.
Athugasemdir
banner
banner