Arsenal með í kapphlaupinu um Ekitike - Mikill áhugi á McAtee - Man Utd tilbúið að selja Malacia
   fös 24. júlí 2020 13:45
Magnús Már Einarsson
Nýtt tímabil á Englandi hefst 12. september (Staðfest)
Ákveðið hefur verið að nýtt tímabil í ensku úrvalsdeildinni muni hefjast 12. september næstkomandi.

Þetta var ákveðið að fundi félaganna í dag en núverandi tímabili lýkur á sunnudag þegar lokaumferðin fer fram.

Landsleikjahlé er í byrjun september en beint eftir það byrjar boltinn að rúlla aftur á Englandi.

Lokaumferðin verður 23. maí næsta vor en á næstunni mun skýrast hvenær leikir í enska bikarnum og enska deildabikarnum verða næsta vetur,



Athugasemdir
banner
banner