Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 24. júlí 2022 09:40
Ívan Guðjón Baldursson
Dalvík/Reynir fær enskan sóknarmann (Staðfest)
Mynd: Dalvík/Reynir

Dalvík/Reynir hefur bætt við sig enskum sóknarmanni sem heitir Malakai Pharrelle Taylor McKenzie.


Malakai er fæddur 2003 og getur leikið í holunni fyrir aftan fremsta mann eða í fremstu víglínu. Hann ólst upp hjá Bolton en skipti yfir í akademíuna hjá Bury FC áður en hann fór til Chorley sem leikur í sjöttu efstu deild enska deildakerfisins.

Hann losnaði undan samningi hjá Chorley fyrir ári síðan og ætlar núna að reyna fyrir sér á Íslandi.

Malakai kom inn í hálfleik í sigri Dalvíkur/Reynis gegn KH í 3. deildinni í gær og verður áhugavert að fylgjast með framför hans í íslenska boltanum. 

Dalvík/Reynir deilir toppsæti þriðju deildar ásamt KFG og Víði en er í þriðja sæti á markatölu.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner