Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 24. júlí 2022 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
David Moores er látinn
David Moores ásamt Rick Parry.
David Moores ásamt Rick Parry.
Mynd: Getty Images

David Moores, sem var forseti og eigandi Liverpool FC í sextán ár frá 1991 til 2007, er látinn.


Moores var gerður að heiðursforseta Liverpool þegar hann seldi félagið til Tom Hicks og George Gillett. Hann dauðsá eftir sölunni næsta áratuginn eftir að hafa alla tíð verið stuðningsmaður félagsins og var heppinn að fá að upplifa velgengni undanfarinna ára sem áhorfandi og hluteigandi.

„Hugsanir hjá öllum innan Liverpool FC beinast til fjölskyldu og vina David á þessum erfiðu tímum," segir meðal annars í yfirlýsingu frá Liverpool.

Kenny Dalglish er goðsögn hjá Liverpool og var hann snöggur að tjá sig um andlátið á Twitter.

„Hann var dyggur stuðningsmaður Liverpool sem upplifði draum sinn þegar hann settist í forsetastólinn. Hann gerði mikið til að hjálpa félaginu og hans verður sárt saknað. Hvíl í friði."


Athugasemdir
banner
banner
banner