Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 24. júlí 2022 09:20
Ívan Guðjón Baldursson
Klopp: Ferna besta leiðin til að binda enda á umræðuna
Mynd: EPA
Mynd: EPA

Jürgen Klopp var ánægður eftir að Darwin Nunez skoraði fernu í seinni hálfleik í stórsigri Liverpool gegn RB Leipzig er liðin mættust í Þýskalandi.


Nunez hefur fengið mikla gagnrýni á samfélagsmiðlum eftir að hafa mistekist að skora í frumraun sinni á undirbúningstímabilinu með Liverpool.

Hann þaggaði heldur betur í efasemdarröddum þegar hann kom inn af bekknum í hálfleik og bætti fjórum mörkum við eina markið sem Mohamed Salah hafði skorað í fyrri.

Liverpool borgaði 64 milljónir punda fyrir Nunez og gæti sá verðmiði hækkað upp í 85 milljónir með árangurstengdum aukagreiðslum.

„Þetta er besta leiðin til að binda endar á þessa umræðu. Það er eins og fólk haldi að leikmenn finni ekki fyrir pressu þegar þeir kosta svona mikinn pening en það er ekki satt. Þeir eru allir saman manneskjur," sagði Klopp.

„Þessi kynslóð af leikmönnum les allt um sjálfa sig á samfélagsmiðlum og það getur tekið menn úr jafnvægi."

Nunez er 23 ára gamall og skoraði 26 mörk í 28 deildarleikjum með Benfica á síðustu leiktíð auk þess að skora 6 mörk í 10 leikjum í Meistaradeild Evrópu.

„Hann er ný tegund af sóknarmanni fyrir okkur en hann er virkilega góður. Þetta var fullkomið kvöld fyrir hann."

Liverpool spilar við Red Bull Salzburg á miðvikudaginn og mætir svo Manchester City í leik um Samfélagsskjöldinn á laugardaginn.


Athugasemdir
banner
banner