Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   mið 24. júlí 2024 23:00
Ívan Guðjón Baldursson
Real Madrid fyrsta félagið til að velta einum milljarði
Mynd: EPA
Spænska stórveldið Real Madrid er búið að bæta heimsmet í fótboltaheiminum eftir að félagið tilkynnti veltu upp á rúmlega 1 milljarð evra fyrir síðustu leiktíð.

Real Madrid velti 1073 milljónum evra tímabilið 2023-24, sem er 27% hækkun frá 2022-23.

Þrátt fyrir þessa gríðarlegu veltu hagnaðist félagið aðeins um 16 milljónir evra á tímabilinu.

Nú er Real Madrid orðið 574 milljón evru virði eftir að hafa unnið Meistaradeild Evrópu sex sinnum á síðasta áratug og spænsku deildina fjórum sinnum á átta árum.

Meira um fjárhagsmál Real Madrid



Athugasemdir
banner