banner
   lau 24. ágúst 2019 21:07
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn: Celta hafði betur - Diego gerði jafntefli
Mynd: Getty Images
Celta Vigo vann frækinn sigur á Valencia í spænska boltanum í kvöld og er með þrjú stig eftir að hafa tapað fyrir Real Madrid í fyrstu umferð.

Gabriel Fernandez gerði eina mark leiksins á 15. mínútu. Hann skoraði laglegt mark með hælnum eftir lága fyrirgjöf frá Denis Suarez.

Bæði lið komust nálægt því að bæta við mörkum en heimamenn virtust líklegri. Suarez hefði getað gert út um leikinn í uppbótartíma en hann brenndi af vítaspyrnu og lokatölur 1-0.

Valencia gerði jafntefli við Real Sociedad um síðustu helgi og er því með eitt stig.

Celta Vigo 1 - 0 Valencia
1-0 Gabriel Fernandez ('15)
1-0 Denis Suarez, misnotað víti ('93)

Raul Garcia kom Athletic Bilbao yfir snemma leiks gegn Getafe en Jaime Mata jafnaði skömmu síðar.

Leikurinn var í járnum eftir jöfnunarmarkið og var afar lítið um marktækifæri. Hvorugu liði tókst að skora og lokatölur héldust 1-1.

Getafe 1 - 1 Athletic Bilbao
0-1 Raul Garcia ('6)
1-1 Jaime Mata ('12)

Diego Jóhannesson Pando spilaði þá síðustu 40 mínúturnar er Real Oviedo gerði jafntefli við Lugo í B-deildinni.

Heimamenn í Oviedo komust yfir snemma leiks en misstu mann af velli í upphafi síðari hálfleiks. Skömmu síðar var Diego skipt inn.

Gestirnir misstu mann af velli á 62. mínútu og þegar Diego og félagar virtust vera að landa sigrinum náði Cristian Herrera að pota inn jöfnunarmarki, á 91. mínútu.

Real Oviedo 1 - 1 Lugo
1-0 A. Ortuno ('5)
1-1 C. Herrera ('91)
Rautt spjald: J. Nieto, Oviedo ('49)
Rautt spjald: R. Canella, Lugo ('62)
Athugasemdir
banner
banner
banner