lau 24. ágúst 2019 15:32
Ívan Guðjón Baldursson
Þýskaland: Alfreð fékk síðustu mínúturnar í jafntefli
Mynd: Getty Images
Alfreð Finnbogason kom inn á 88. mínútu er Augsburg gerði 1-1 jafntefli við nýliða Union Berlin í annarri umferð þýska tímabilsins. Þetta voru hans fyrstu mínútur síðan hann meiddist í apríl,.

Leikurinn var nokkuð jafn en heimamenn komust yfir með marki frá Ruben Vargas í upphafi síðari hálfleiks.

Sebastian Polter jafnaði á 80. mínútu og misstu gestirnir Kevin Schiotterbeck af velli með rautt spjald skömmu síðar. Alfreði og félögum tókst þó ekki að nýta liðsmuninn.

Þetta er fyrsta stig Augsburg eftir 5-1 tap gegn Borussia Dortmund í fyrstu umferð. Union Berlin tapaði fyrir Leipzig í fyrstu umferð.

Augsburg 1 - 1 Union Berlin
1-0 Ruben Vargas ('59 )
1-1 Sebastian Polter ('80 )
Rautt spjald:Keven Schlotterbeck, Union Berlin ('83)

Charles Aranguiz skoraði þá tvennu í sigri Bayer Leverkusen. Hoffenheim hafði betur gegn Werder Bremen, Freiburg vann nýliða Paderborn og Borussia Mönchengladbach lagði Mainz á útivelli.

Hoffenheim 3 - 2 Werder Bremen
0-1 Niclas Fullkrug ('42 )
1-1 Ermin Bicakcic ('54 )
2-1 Ihlas Bebou ('59 )
2-2 Yuya Osako ('81 )
3-2 Pavel Kaderabek ('87 )
Rautt spjald:Johannes Eggestein, Werder ('77)

Fortuna Dusseldorf 1 - 3 Bayer Leverkusen
0-1 Lewis Baker ('6 , sjálfsmark)
0-2 Charles Aranguiz ('33 )
0-3 Charles Aranguiz ('33 )1
1-3 Alfredo Morales ('82 )

Mainz 1 - 3 Borussia M'gladbach
1-0 Robin Quaison ('18 )
1-1 Stefan Lainer ('31 )
1-2 Alassane Plea ('77 )
1-3 Breel Embolo ('79 )

Paderborn 1 - 3 Freiburg
1-0 Streli Mamba ('3 )
1-1 Luca Waldschmidt ('21 , víti)
1-2 Nils Petersen ('40 )
1-3 Chang-Hoon Kwon ('90 )
Athugasemdir
banner
banner
banner