Fjórir risar bítast um Wirtz - Neymar aftur til Barcelona? - Howe og Potter orðaðir við stjórastarf Manchester United
banner
   lau 24. ágúst 2024 18:52
Brynjar Ingi Erluson
Jack Clarke til Ipswich (Staðfest)
Mynd: Ipswich Town
Nýliðar Ipswich Town hafa fest kaup á ensk vængmanninum Jack Clarke frá Sunderland en þetta kemur fram í tilkynningu frá félögunum í dag.

Þessi 23 ára gamli leikmaður er tíundi leikmaðurinn sem Ipswich fær í glugganum.

Ipswich greiðir um 15 milljónir punda og þá bætast við fimm milljónir í árangurstengdar greiðslur.

Clarke skrifaði undir fimm ára samning við Ipswich, en hann gæti spilað sinn fyrsta leik er liðið mætir Wimbledon í 2. umferð enska deildabikarsins á miðvikudag.


Athugasemdir
banner
banner