Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   fim 24. september 2020 12:26
Elvar Geir Magnússon
Andri Fannar fær skoskan liðsfélaga
Aaron Hickey er anægður með að vera kominn til Ítalíu.
Aaron Hickey er anægður með að vera kominn til Ítalíu.
Mynd: Getty Images
Bologna hefur fengið vinstri bakvörðinn Aaron Hickey frá Hearts. Hickey er 18 ára og er fyrsti Bretinn sem gengur í raðir Bologna.

Hickey var aðeins sextán ára gamall þegar hann lék sinn fyrsta leik í skosku úrvalsdeildinni.

Á síðasta tímabili lék hann 22 leiki fyrir aðallið Hearts og hefur verið orðaður við Evrópumeistara Bayern München.

Á mánudaginn lék Bologna fyrsta leik sinn þetta tímabilið í ítölsku A-deildinni. Íslenski landsliðsmaðurinn Andri Fannar Baldursson var allan tímann á bekknum þegar Bologna tapaði fyrir AC Milan.


Athugasemdir
banner
banner