Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 24. september 2020 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Atalanta fær Piccini og Mojica að láni (Staðfest)
Piccini í leik með Valencia.
Piccini í leik með Valencia.
Mynd: Getty Images
Atalanta er búið að styrkja leikmannahóp sinn talsvert eftir sölurnar á Timothy Castagne til Leicester og Gianluca Mancini til Roma.

Spútnik lið síðasta tímabils var að ganga frá lánssamningum við tvo bakverði sem hafa leikið í spænsku deildinni undanfarin tímabil.

Vinstri bakvörðurinn Johan Mojica kemur að láni frá Girona á meðan hægri bakvörðurinn Cristiano Piccini kemur frá Valencia.

Þeir munu vera varaskeifur fyrir vængbakverðina Hans Hateboer og Robin Gosens og geta búist við miklum spiltíma þar sem fleiri leikir eru spilaðir á skemmri tíma en áður.

Mojica á níu landsleiki að baki fyrir Kólumbíu á meðan Piccini á þrjá að baki fyrir Ítalíu. Piccini spilaði 37 leiki á sínu fyrsta tímabili hjá Valencia en fékk engan spiltíma á síðustu leiktíð.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner