Trent búinn að semja við Real um kaup og kjör - Man Utd ætlar að losa sig við Rashford og Casemiro - United skoðar ungan Tyrkja
banner
   lau 24. september 2022 20:21
Ívan Guðjón Baldursson
Myndband: Spánverjar kveiktu á úðakerfinu í upphitun
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson

Spænska landsliðið er óvænt undir á heimavelli gegn Sviss í næstsíðustu umferð deildakeppni Þjóðadeildarinnar.


Hegðun vallarstarfsmanna Spánverja hefur kveikt í svissnesku landsliðsmönnunum vegna þess að einhver ákvað að kveikja á úðakerfinu í miðri upphitun Svisslendinga.

Gestirnir stöðvuðu upphitunina og fórnuðu höndum. Þetta atvik hefur þjappað þeim enn frekar saman því þeir mættu grimmir til leiks gegn öflugu liði Spánverja. Svisslendingar voru hvergi smeykir og áttu flottan fyrri hálfleik þar sem þeir leiddu 0-1 í leikhlé. Forystan var verðskulduð en Spánverjar tóku völdin á vellinum í síðari hálfleik.

Staðan er 1-2 fyrir Sviss þegar tíu mínútur eru eftir af venjulegum leiktíma. Tapi Spánverjar þessum leik missa þeir toppsætið til Portúgal fyrir lokaumferðina. Stórveldin af Íberíuskaganum mætast í úrslitaleik í lokaumferðinni.


Athugasemdir
banner
banner