
Powerade slúðurpakkinn hefur oftast verið efnismeiri, það verður að viðurkennast. En í pakkanum í dag má þó finna ýmislegt áhugavert!
Arsenal og Liverpool hafa fengið þær upplýsingar að framtíð brasilíska vængmannsins Vinicius Junior (25) hjá Real Madrid sé í óvissu. (TBR)
Liverpool hefur verið sagt að félagið eigi nánast engan möguleika á að sannfæra Crystal Palace um að selja enska miðjumanninn Adam Wharton (21) í janúarglugganum. (Teamtalk)
Arsenal hefur áhuga á japanska vængmanninum Takefusa Kubo (24) frá Real Sociedad í janúarglugganum. (Fichajes)
Barcelona hefur náð samkomulagi við hollenska miðjumanninn Frenkie de Jong (28) um að hann framlengi til 2029 en taki á sig launalækkun. (Mundo Deportivo)
Patrick Bamford (32) er nálægt því að semja við spænska liðið Getafe en sóknarmaðurinn er án félags eftir að hafa yfirgefið Leeds United í sumar. (Football Espana)
Liverpool býr sig undir að bjóða hollenska miðjumanninum Ryan Gravenberch (23) nýjan langtímasamning við félagið. (TalkSport)
Marco Silva, stjóri Fulham, segir að Harry Wilson (28) muni funda um að framlengja við félagið. Leeds reyndi við velska miðjumanninn í sumar. (Sky Sports)
Leeds vill fá inn vængmann og sóknarmiðjumann í janúarglugganum. (Football Insider)
Sóknarmaðurinn Hugo Ekitike (23) hjá Liverpool hefur beðist afsökunar á rauða spjaldinu sem hann fékk fyrir að fara úr treyjunni. Hann segir að tilfinningarnar hafi tekið yfir. (Instagram)
Hugo Ekitike on Instagram. pic.twitter.com/fl16r54Rgp
— Anfield Sector (@AnfieldSector) September 23, 2025
Athugasemdir