
Á hverjum degi skyggnumst við inn í slúðurheima í boði Powerade. Manchester United vill litla bróður Jude Bellingham, þýskur varnarmaður er orðaður við stórlið og Wharton er eftirsóttur. Þetta og fleira í pakka dagsins.
Manchester United og Crystal Palace fylgjast grannt með Jobe Bellingham (20), enska miðjumanninum hjá Borussia Dortmund. Hann er yngri bróðir Jude Bellingham. (Bild)
Arsenal, Manchester City og Real Madrid eru meðal félaga sem hafa áhuga á þýska varnarmanninum Nathaniel Brown (22) hjá Eintracht Frankfurt. Þýska félagið mun ekki hlusta á nein tilboð fyrr en næsta sumar. (Bild)
Ef Frankfurt leyfir Brown að fara mun félagið fara fram á 52 milljónir punda. Hann er ekki með riftunarákvæði í samningi sínum. (Florian Plettenberg)
Chelsea leggur aukna áherslu á að fá Adam Wharton (21) frá Crystal Palace en félagið fær samkeppni frá Manchester United um enska miðjumanninn. (Teamtalk)
Tyrkneski framherjinn Kenan Yildiz (21) mun skrifa undir nýjan samning við Juventus en Arsenal, Chelsea og Manchester United hafa sýnt honum áhuga. (Tuttosport)
Manchester United fylgist með þýska miðjumanninum Aleksandar Pavlovic (21) hjá Bayern München. (Football Insider)
Real Madrid íhugar að selja brasilíska vængmanninn Vinicius Junior (25) til Sádi-Arabíu næsta sumar. (Sky Sports)
Watford pg West Ham hafa áhuga á sóknarmanninum Emmanuel Dennis (27) en Nottingham Forest losaði Nígeríumanninn í ágúst. (Mail)
Paris St-Germain hefur fengið þær upplýsingar að félagið þurfi að borga 52 milljónir punda ef það vill franska miðjumanninn Manu Kone (24) frá Roma. (Corriere dello Sport)
Umboðsmaður Robert Lewandowski (37) segir að framtíð pólska landsliðsmannsins sé í óvissu en Barcelona hefur ekki rætt við hann um nýjan samning. Núgildandi samningur rennur út næsta sumar. (Sport)
Hollenski miðjumaðurinn Frenkie de Jong (28) mun skrifa undir nýjan samning við Barcelona til 2029. (MD)
Athugasemdir