
„Mér líður mjög vel þótt maður vilji alltaf meira. Maður fær einn fingur og maður vill alla höndina," sagði Daníel Leó Grétarsson eftir 2-2 jafntefli gegn Frakklandi í undankeppni HM í kvöld.
„Það er eðli fótboltamannsins, maður er einhvern veginn aldrei sáttur. Við gerðum mjög vel í dag."
„Það er eðli fótboltamannsins, maður er einhvern veginn aldrei sáttur. Við gerðum mjög vel í dag."
Lestu um leikinn: Ísland 2 - 2 Frakkland
Daníel Leó og félagar hans í vörninni spiluðu virkilega vel í vörninni gegn stjörnum Frakklands.
„Það er aldrei erfitt að gíra sig hérna með fullan völl og allir að styðja þig. Það gaf okkur mikið í dag að það var fullur völlur. Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig."
Daníel Leó og Sverrir tókust á við hinn nautsterka Jean-Philippe Mateta en það gekk bara nokkuð vel.
„Það er skemmtilegt að fá að máta sig við bestu leikmenn í heimi, hann spilar í ensku úrvalsdeildinni. Það er alltaf skemmtilegt," sagði Daníel.
Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir