Man Utd og Palace vilja Bellingham - Nathaniel Brown á blaði Arsenal, City og Real - Chelsea vill Wharton
   þri 14. október 2025 09:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Bellamy: Hvað eigum við að gera við hendurnar?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Craig Bellamy, landsliðsþjálfari Wales, var ekki sáttur með dómgæsluna eftir 4-2 tap liðsins gegn Belgíu í undankeppni HM í gær.

Kevin de Bruyne skoraði tvennu en bæði mörkin komu úr vítaspyrnum. Í bæði skiptin var dæmd hendi á Wales.

„Ég get ekki kvartað undan seinna vítinu, hann hreyfir hendina greinilega. En fyrsta, hvað eigum við að gera við hendurnar? Ég óska Belgíu til hamingju en ég veit ekki hvað við eigum að gera," sagði Bellamy.

„Leikurinn hefur breyst, það þýðir ekki að ég sé risaeðla, það er ekki svo langt síðan ég hætti. Fyrir mér áttum við þetta ekki skilið."

Sjáðu atvikið hér

Athugasemdir
banner