
„Flott frammistaða hjá liðinu í dag og við uppskárum jafntefli sem vonandi getur gefið okkur mikið þegar við gerum upp alla þessa leiki í lok nóvember,“ sagði Sverrir Ingi Ingason eftir 2-2 jafntefli gegn Frakklandi á Laugardalsvelli fyrr í kvöld.
Lestu um leikinn: Ísland 2 - 2 Frakkland
Sverrir átti við Jean-Philippe Mateta, sóknarmann Frakklands og leikmann Crystal Palace í leiknum.
„Hann er ógnarsterkur náungi, ég held að hann hafi verið að spila sinn fyrsta landsleik núna. Það sýnir hvað þeir hafa mikið af leikmönnum að velja úr. Það koma leikmenn inn í sama gæðaflokki og þegar þeir skipta út. Það var gaman að eiga við hann.“
Ísland leiddi í hálfleik en Frakkland komst yfir um miðbik síðari hálfleiks með mörkum með fimm mínútna millibili.
Við vorum í kjörstöðu í hálfleik að kannski ná að vinna leikinn. En þeir sýndu að þetta er ekkert djók lið. Þú þarft að vera 'on it' til að eiga séns á að vinna þá. En við sýndum aftur á móti karakter að jafna leikinn eftir að við lentum undir. Við vorum mjög fagmannlegir eftir það og silgdum leiknum út og tókum stigið.
Nánar er rætt við Sverri í spilaranum hér að ofan.