
„Þetta er bara upp og niður. Maður var lengst niðri eftir föstudaginn og svo er maður aðeins ofar núna og mér líður mun betur," sagði Hákon Arnar Haraldsson sem bar fyrirliðaband Íslands í 2-2 jafnteflinu gegn Frakklandi í undankeppni HM í kvöld.
Þetta er virkilega gott stig eftir vonbrigðin gegn Úkraínu síðastliðið föstudagskvöld.
Þetta er virkilega gott stig eftir vonbrigðin gegn Úkraínu síðastliðið föstudagskvöld.
Lestu um leikinn: Ísland 2 - 2 Frakkland
Strákarnir lentu 2-1 undir en komu til baka og jöfnuðu. „Við vorum ekkert að fara að gefast upp þarna. Við fórum bara 'all in' og kláruðum 2-2 sem er virkilega vel gert hjá okkur."
Hákon spilar með Lille í Frakklandi en það verður gaman fyrir hann að mæta aftur þangað eftir landsleikjaverkefnið.
„Já, það verður áhugavert hvað menn segja núna. Þeir voru reyndar alveg sáttir með okkur seinast - leikmennirnir í liðinu. Vonandi verða þeir enn jákvæðari núna. Það verður gaman að fara til baka," sagði Hákon.
Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan..
Athugasemdir