Ísland náði óvæntu jafntefli við franska landsliðið á Laugardalsvellií gærkvöld. Úrslitin koma ef til vill ekki öllum Íslendingum á óvart en franskir fjölmiðlar bjuggust við engu öðru nema sigri og eru ósáttir í garð liðsins í umfjöllun sinni eftir leik.
Hér fyrir neðan má sjá helstu fyrirsagnirnar franskra fjölmiðla eftir leikinn.
Lestu um leikinn: Ísland 2 - 2 Frakkland
L'Équipe - Nkunku og Mateta: Klunnalegir bjargvættir og Strönduðu í fjörðunum
Foot365 - Fjörtíu og fimm mínútur af hörmungum og hneyksli
Le Monde - Fullkomna stigasöfnunin stöðvuð
Le Parisien - HM þarf að bíða þar til í nóvember
Le Progrés - Ísland skelfir Frakka
So foot - Íslensku stuðningsmennirnir sýndu aftur snilli sína í klappi
Frakland er á toppi riðilsins með tíu stig, þremur meira en Úkraína sem er í öðru sæti. Franska liðið þarf sigur gegn Úkraínu til þess að tryggja sig á HM. Stig myndi setja Frakka í góða stöðu en Úkraína ætti þá enn tölfræðilegan möguleika á að hreppa fyrsta sætið.