Man Utd og Palace vilja Bellingham - Nathaniel Brown á blaði Arsenal, City og Real - Chelsea vill Wharton
   þri 14. október 2025 07:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Heimild: RMC Sport 
Kone vildi fá brot: Gulli ýtti mér
Eimskip
Kone liggur eftir
Kone liggur eftir
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Ísland gerði jafntefli gegn Frakklandi, einu besta liði heims, í undankeppni HM í gær.

Guðlaugur Victor Pálsson kom Íslandi yfir undir lok fyrri hálfleiks eftir fyrirgjöf frá Alberti Guðmundssyni úr aukaspyrnu.

Guðlaugur var í baráttunni við Manu Kone, miðjumann Roma, inn á teignum en Kone var alls ekki sáttur með markið.

„Þetta er brot, hann ýtti mér, sem þýðir að hann fór ekki í boltann. Þótt okkur finnist þetta ósanngjarnt þá er þetta ákvörðun dómarans," sagði Kone.

Frakkar komu til baka í seinni hálfleik með mörkum frá Christopher Nkunku og Jean-Philippe Mateta en Kristian Nökkvi Hlynsson jafnaði metin og tryggði Íslandi dýrmætt stig.
Athugasemdir
banner
banner