Fyrsta umferðin í deildarkeppni Evrópudeildarinnar er í fullum gangi og heldur áfram með níu leikjum sem hefjast klukkan 19:00 í kvöld.
Nottingham Forest heimsækir Real Betis en þetta verður í fyrsta sinn síðan tímabilið 1995-1996 sem Forest spilar í Evrópu.
Ange Postecoglou, stjóri Forest, gerir þrjár breytingar á liði sínu og er óvæntasta breytingin líklega sú að Chris Wood, þeirra helsti markaskorari á síðasta tímabili, er á bekknum.
Igor Jesus kemur inn fyrir hann, en þeir Callum Hudson-Odoi og Ibrahim Sangare koma einnig inn í liðið.
Daníel Tristan Guðjohnsen byrjar í fremstu víglínu hjá Malmö sem tekur á móti Ludogorets frá Búlgaríu.
Forest gegn Betis: Sels; Williams, Milenkovic, Morato, Zinchenko; Anderson, Sangaré, Douglas Luiz; Gibbs-White, Hudson-Odoi; Igor Jesús.
Leikir kvöldsins:
19:00 Freiburg - Basel
19:00 Rauða stjarnan - Celtic
19:00 Malmö - Ludogorets
19:00 Dinamo Zagreb - Fenerbahce
19:00 Real Betis - Nott. Forest
19:00 Nice - Roma
19:00 Braga - Feyenoord
Athugasemdir