Arsenal og Liverpool eiga möguleika á að fá Vini Jr - Gravenberch fær nýjan samning - Ekitike biðst afsökunar
   mið 24. september 2025 18:47
Brynjar Ingi Erluson
Davíð Snær og Sveinn Aron skoruðu í bikarnum
Sveinn Aron elskar að skora í norska bikarnum
Sveinn Aron elskar að skora í norska bikarnum
Mynd: Sarpsborg
Davíð Snær skoraði þriðja mark Álasunds
Davíð Snær skoraði þriðja mark Álasunds
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Davíð Snær Jóhannsson og Sveinn Aron Guðjohnsen voru báðir á skotskónum í 3. umferð norska bikarsins í kvöld.

Sveinn Aron fékk tækifærið í byrjunarliði Sarpsborg sem vann magnaðan sigur á Kjelsas eftir vítaspyrnukeppni. Staðan eftir framlengingu var 5-5 og hafði Sarpsborg sigur í vító, 6-5.

Framherjinn hefur þurft að þola mikla bekkjarsetu í Noregi eftir að hafa gert frábærlega í bikarnum á síðasta tímabili.

Hann hélt uppteknum hætti í keppninni með því að gera þriðja mark liðsins í kvöld, en tók ekki vítaspyrnu í vítakeppninni. Sigurinn kom Sarpsborg áfram í 16-liða úrslit.

Hilmir Rafn Mikaelsson byrjaði hjá Viking sem vann Eik-Tonsberg, 2-0.

Davíð Snær skoraði þriðja mark Álasunds í 3-1 sigri á Lysekloster, en hann og Ólafur Guðmundsson voru í byrjunarliði Álasunds.

Viktor Bjarki Daðason var annan leikinn í röð á bekknum hjá FCK sem vann 2-0 sigur á Lyngby í 32-liða úrslitum danska bikarsins. Ísak Snær Þorvaldsson lék allan leikinn með Lyngby.

Davíð Kristján Ólafsson spilaði allan leikinn hjá Cracovia sem vann Leczna örugglega, 5-1, í 64-liða úrslitum pólska bikarsins. Mikkel Maigaard, fyrrum leikmaður ÍBV, skoraði tvö mörk fyrir Cracovia í leiknum.

Guðmundur Þórarinsson byrjaði hjá Noah sem marði 2-1 sigur á Van í armensku úrvalsdeildinni. Noah er í öðru sæti með 13 stig, tveimur stigum frá toppnum.

Hjörtur Hermannsson kom þá inn af bekknum hjá Volos í hálfleik er liðið gerði 1-1 jafntefli við Atromitos í deildarkeppni gríska bikarsins.

Sérstakt fyrirkomulag er í bikarnum þetta árið en liðin leika fimm leiki í deildarkeppninni og fara fjögur efstu liðin beint í 8-liða úrslit á meðan þau lið sem enda í sætum 5. - 12. fara í umspil.

Volos er með 4 stig eftir tvo leiki.
Athugasemdir
banner