Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 24. október 2020 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Mendy: Kepa óskaði mér góðs gengis fyrir fyrsta leikinn
Edouard Mendy
Edouard Mendy
Mynd: Chelsea
Enska úrvalsdeildarfélagið Chelsea fjárfesti í nýjum markverði í sumar en félagið keypti Edouard Mendy frá Rennes fyrir 22 milljónir punda. Hann tók markvarðarstöðuna af Kepa Arrizabalaga sem hefur verið afar slakur á þessu ári.

Kepa er dýrasti markvörður allra tíma en Chelsea borgaði 72 milljónir punda fyrir hann árið 2018. Tími hans hjá enska félaginu hefur verið vonbrigði og var Kepa meðal annars skipt út fyrir Willy Caballero á síðustu leiktíð.

Frank Lampard keypti Mendy frá Rennes í sumar fyrir 22 milljónir punda og er ljóst að hann er markvörður númer eitt á Stamford Bridge.

Mendy ber þó Kepa söguna vel og segir að spænski markvörðurinn hafi óskað honum góðs gengis fyrir fyrsta leikinn.

„Fyrir fyrsta leikinn minn þá óskaði hann mér góðs gengis og hann lætur mig alltaf vita ef gæti hafa gert eitthvað rangt og það gerir Willy Caballero líka. Það er frábært að við erum samtaka í öllu og það gerir gott fyrir liðið," sagði Mendy.
Athugasemdir
banner
banner