Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 24. nóvember 2020 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Maicon á leið aftur til Ítalíu?
Maicon
Maicon
Mynd: Getty Images
Brasilíski hægri bakvörðurinn Maicon gæti verið á leið aftur til Ítalíu og spilað með Sona í D-deildinni en forseti félagsins greinir frá þessu í viðtali við Padova Sport.

Maicon átti magnaðan feril á Ítalíu með Inter þar sem hann vann meðal annars þrennuna undir stjórn Jose Mourinho en hann var eitt sinn einn besti hægri bakvörður heims.

Hann lék fyrir félög á borð við Roma, Mónakó, Manchester City og Cruzeiro en í dag spilar hann í heimalandinu.

Þessi 39 ára gamli varnarmaður er þó klár í að spila aftur á Ítalíu og gæti hann spilað með Sona í Seríu D. Maicon er opinn fyrir því að fara aftur þangað en hann rekur meðal annars fyrirtæki í Mílanó.

„Ég þori varla að segja þetta en þetta er satt. Við fengum þessa hugmynd fyrir einum og hálfum mánuði en við þurfum að taka nokkur skref. Þetta er ekki alveg orðið klárt. Einn af aðstoðarmönnum mínum er með sambönd í Brasilíu og Maicon er í formi og klár í að snúa aftur til Ítalíu," sagði Claudio Ferrarese, forseti Sona.
Athugasemdir
banner
banner
banner