Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   fim 24. nóvember 2022 20:03
Ívan Guðjón Baldursson
Ronaldo grét þegar síðasti dansinn hófst
Mynd: EPA

Cristiano Ronaldo var í byrjunarliði Portúgala sem unnu 3-2 gegn Gana í fyrstu umferð heimsmeistaramótsins.


Þetta er síðasta heimsmeistaramót Ronaldo sem verður 38 ára gamall í febrúar og er þetta eini titillinn sem hann á eftir að vinna á ferlinum.

Hann áttar sig á því að þetta er síðasti dansinn og faldi ekki tárin sem streymdu niður kinnarnar þegar þjóðsöngur Portúgala var spilaður fyrir upphafsflaut leiksins.

Ronaldo kom boltanum í netið í fyrri hálfleik en ekki dæmt mark vegna þess að dómarinn var þegar búinn að dæma Ronaldo brotlegan. Þetta féll ekki vel í kramið á Portúgölum en þeir voru ánægðir þegar Ronaldo féll við afar litla snertingu í síðari hálfleik og fékk dæmda vítaspyrnu.

Ronaldo skoraði sjálfur af punktinum og braut þannig ísinn og þá opnuðust flóðgáttirnar í þessum skemmtilega leik. 


Athugasemdir
banner
banner