Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 25. janúar 2020 20:55
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Noble: West Ham á ekki að vera á þeim stað að þurfa treysta á mig
Mynd: Getty Images
West Ham tapaði í dag 0-1 gegn West Brom á heimavelli í 4. umferð ensku bikarkeppninnar.

West Ham gerði þrefalda breytingu í hálfleik. Mark Noble, Michail Antonio og Angelo Ogbanna komu inn á fyrir Carlos Sanchez, Pablo Fornals og Fabian Balbuena. West Brom leiddi verðskuldað í hálfleik.

Mark Noble, fyrirliði West Ham var í viðtali eftir leikinn í dag. Hann, eins og kemur fram hér að ofan, var einn þriggja sem David Moyes, stjóri West Ham, setti inn á í hálfleik.

Noble segir liðið ekki eiga að vera á þeim stað að þurfa að treysta á hans framlag af bekknum. „Hjá félagi af þessari stærðargráðu sem hefur eytt jafn miklu og við höfum eytt, getur þú ekki sett allt traustið á mig."

„Það er ekki hægt að treysta á mig að koma inn á í hálfleik í leik í ensku bikarkeppnijni - hlutirnir ættu ekki að vera þannig,"
sagði Noble eftir leik.

Noble verður 33 ára í vor. Noble fékk besta færi West Ham í leiknum en brást bogalistin.
Athugasemdir
banner
banner