Nagelsmann, Mendy, Kovacic, Pochettino, Paqueta, Sangare og fleiri eru í slúðurpakkanum í dag. BBC tók saman.
_________________________
Tottenham vill fá hinn 35 ára gamla Julian Nagelsmann til að taka við liðinu af Antonio Conte. Nagelsmann var rekinn frá Bayern Munchen í vikunni. (Football Insider)
Spurs vill taka samtalið við Nagelsmann en þessi fyrrverandi stjóri RB Leipzig er sagður vilja þjálfa í ensku úrvalsdeildinni. (Mail)
Nagelsmann gæti hins vegar tekið við Real Madrid en framtíð hins 63 ára gamla Carlo Ancelotti er í óvissu. (Sport)
Mauricio Pochettino hefur áhuga á að snúa aftur til Tottenham ef Conte verður rekinn. (Sun)
Þá vill Tottenham losa sig við Hugo Lloris í sumar en hann er 36 ára gamall og er fyrirliði liðsins. (Football Insider)
Thomas Tuchel tók við Bayern Munchen þegar Nagelsmann var rekinn en hann vill fá Anthony Barry (36), frá Chelsea en Barry er aðstoðarþjálfari Chelsea. (Telegraph)
Bayern var fljótt að taka í taumanna og ráða Tuchel en liðið var hrætt um að Real eða Tottenham gæti tekið hann. (Mirror)
Tuchel mun reyna að fá þá Edouard Mendy (31) og króatíska miðjumanninn Mateo Kovacic (28) frá Chelsea. (Calciomercato)
Manchester United, Liverpool og Manchester City fylgjast öll með Kovacic og hafa áhuga á kappanum. (90min)
Barcelona vill fá Ilkay Gundogan (32) frá Manchester City en talið er mjög líklegt að Gundogan fari til Spánar eftir tímabilið. (Athletic)
Arsenal mun selja Nicolas Pepe í sumar en hann er dýrasti leikmaðurinn í sögu Arsenal. Félagið gæti hins vegar þurft að borga hinum 27 ára Pepe til að fara. (Sun)
Newcastle United hefur rætt við Mönchengladbach varðandi kaup á Marcus Thuram en Inter Milan hefur einnig áhuga á þessum 25 ára gömlum frönskum framherja. (90min)
Brassinn Lucas Paqute (25) mun yfirgefa West Ham í sumar ef liðið fellur. (Football Insider)
PSV Eindhoven er reiðbúið í að selja Ibrahim Sangare en Arsenal, Liverpool, Chelsea og Tottenham hafa öll áhuga á þessum 25 ára gömlum miðjumanni. (90min)
Barcelona vonar að UEFA muni ekki banna félaginu að spila í Evrópukeppnum en verið er að rannsaka greiðslur sem Barcelona á að hafa greitt til dómara fyrir að hagræða úrslitum. (Mail)
Todd Boehly, eigandi Chelsea, hefur samþykkt að halda all-star leik á Stamford Bridge í ágúst mánuði þar sem allur ágóðinn færi til góðgerðarstarfsemi í Úkraínu. (Evening Standard)