Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
   lau 25. mars 2023 16:50
Aksentije Milisic
Undankeppni EM: McTominay með tvennu í sigri Skotlands
Mynd: EPA

Scotland 3 - 0 Cyprus
1-0 John McGinn ('21 )
2-0 Scott McTominay ('87 )
3-0 Scott McTominay ('90 )
Rautt spjald: Nicolas Ioannou, Cyprus ('90)


Einum leik er lokið í undankeppni EM en hann fór fram A-riðli þar sem Skotland og Kýpur áttust við.

Heimamenn voru töluvert sterkari aðilinn í dag og var það fyrirliði Aston Villa sem kom Skotland á blað. John McGinn skoraði þá þegar rúmar tuttugu mínútur voru búnar af leiknum og Skotland með verðskuldaða forystu í hálfleik.

Skotar voru lengi að klára leikinn en Kýpur ógnaði lítið sem ekkert. Gestirnir áttu eitt hálffæri seint í leiknum en stuttu síðar gerði leikmaður Manchester United, Scott Mctominay, út um leikinn.

Hann kom inn á sem varamaður og kom Skotum í tveggja marka forystu þremur mínútum fyrir leikslok. Hann skoraði þá af stuttu færi með skoti í nærhornið með vinstri fæti.

Nokkrum mínútum síðar skoraði hann sitt annað mark en það gerði hann eftir sendingu frá Andy Robertson. Flottur sigur staðreynd hjá Skotlandi en Spánn og Noregur mætast í sama riðli í kvöld klukkan 19:45.


Athugasemdir
banner
banner