Trent búinn að semja við Real um kaup og kjör - Man Utd ætlar að losa sig við Rashford og Casemiro - United skoðar ungan Tyrkja
banner
   þri 25. mars 2025 08:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Bakslag hjá Neuer - Mögulega ekki með næstu vikurnar
Mynd: EPA
Manuel Neuer, markvörður Bayern, var að gera sig klárann fyrir endurkomu eftir landsleikjahléið en það gæti verið lengra í hana.

Neuer meiddist á kálfa í fyrri leiknum gegn Leverkusen í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar fyrr í mánuðinum og átti að vera klár fyrir leik gegn St. Pauli um næstu helgi.

Þýski miðillin Bild greinir hins vegar frá því að það hafi komið bakslag í meiðslin og hann muni að öllum líkindum missa af leiknum um næstu helgi.

Þá er jafnvel búist við því að hann missi af deildarleik gegn Augsburg og fyrri leiknum gegn Inter í Þýskalandi í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Hinn 21 árs gamli Jonas Urbig hefur staðið á milli stanganna í fjarveru Neuer en hann var ekki með U21 árs landsliði Þýskalands um helgina vegna meiðsla á fæti. Daniel Peretz og Sven Ulreich hafa báðir setið á bekknum í undanförnum leikjum.
Athugasemdir
banner
banner