
Ísland U21 6 - 1 Skotland U21
1-0 Benoný Breki Andrésson ('25 )
2-0 Eggert Aron Guðmundsson ('40 )
3-0 Benoný Breki Andrésson ('45 )
3-1 Ryan One ('50 )
4-1 Haukur Andri Haraldsson ('58 )
5-1 Hilmir Rafn Mikaelsson ('78 )
6-1 Jóhannes Kristinn Bjarnason ('83 )
Rautt spjald: Finlay Pollock, Skotland U21 ('74) Lestu um leikinn
1-0 Benoný Breki Andrésson ('25 )
2-0 Eggert Aron Guðmundsson ('40 )
3-0 Benoný Breki Andrésson ('45 )
3-1 Ryan One ('50 )
4-1 Haukur Andri Haraldsson ('58 )
5-1 Hilmir Rafn Mikaelsson ('78 )
6-1 Jóhannes Kristinn Bjarnason ('83 )
Rautt spjald: Finlay Pollock, Skotland U21 ('74) Lestu um leikinn
U21 landsliðið lék á als oddi er þeir mættu Skotlandi í æfingaleik á PInatar á Spáni. Þetta var seinni æfingaleikurinn í þessum glugga en íslenska liðið vann 3-0 sigur á Ungverjum í fyrri leiknum á föstudag.
Benoný Breki Andrésson kom Íslandi yfir á 25. mínútu og hann bætti við öðru marki sínu fyrir hálfleik, en í millitíðinni hafði Eggert Aron Guðmundsson skorað.
Staðan var 3-0 fyrir Ísland í hálfleik. Skotland minnkaði muninn í byrjun seinni hálfleiks en þeir komust ekkert lengra. Haukur Andri Haraldsson, sem lék frábærlega í dag, gerði fjórða markið á 58. mínútu og Hilmir Rafn Mikaelsson kom Íslandi í 5-1 20 mínútum síðar. Jóhannes Kristinn Bjarnason gerði síðasta markið og lokatölur 6-1 fyrir Ísland.
Virkilega flottur gluggi hjá strákunum og góð fyrirheit fyrir framtíðina.
Athugasemdir