Man Utd hefur engan áhuga á Ramos - Tottenham reynir að selja Bissouma - Bayern ætlar að ræða við Guehi
banner
   sun 25. apríl 2021 14:14
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Championship: Swansea, B'mouth, Barnsley og Brentford í umspil
Það varð ljóst í gær að Watford myndi fylgja Norwich upp í efstu deild eftir eins árs hlé frá úrvalsdeildinni. Það var einnig orðið ljóst að Brentford yrði í umspilinu.

Í dag, þegar Reading gerði jafntefli við Swansea, var það staðfest að Swansea, Barnsley og Bournemouth verða einnig í umspilinu. Reading var eina liðið sem átti tölfræðilegan möguleika en sá möguleiki varð að engu með úrslitum dagsins.

Tvær umferðir eru eftir af deildarkeppninni og nú einungis spurning hvernig liðin raðast inn í umspilið.

Það er meiri spenna á botninum því fimm lið eru í mikilli baráttu. Wycombe er reyndar svo gott sem fallið en Sheffield Wednesday og Rotherham eiga enn einhvern séns í baráttunni við Derby og Huddersfield.

Tveir leikir fóru fram í dag og vann Luton 2-3 útisigur á Bristol City í seinni leiknum. Stöðuna í deildinni og markaskorara dagsins má sjá hér að neðan.

Bristol City 2 - 3 Luton
1-0 Nahki Wells ('31 )
2-0 Adam Nagy ('38 )
2-1 James Collins ('59 )
2-2 Elijah Adebayo ('68 )
2-3 Harry Cornick ('74 )

Reading 2 - 2 Swansea
1-0 Yakou Meite ('31 )
1-1 Jamal Lowe ('67 )
1-2 Andre Ayew ('83 )
2-2 Tomas Esteves ('90 )
Stöðutaflan England Championship - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Coventry 20 13 5 2 51 22 +29 44
2 Middlesbrough 20 11 6 3 30 21 +9 39
3 Millwall 20 10 5 5 24 26 -2 35
4 Ipswich Town 20 9 7 4 34 19 +15 34
5 Preston NE 20 8 8 4 27 21 +6 32
6 Hull City 20 9 4 7 33 34 -1 31
7 QPR 20 9 4 7 27 30 -3 31
8 Stoke City 20 9 3 8 26 19 +7 30
9 Southampton 20 8 6 6 34 28 +6 30
10 Bristol City 20 8 6 6 28 23 +5 30
11 Birmingham 20 8 4 8 29 25 +4 28
12 Watford 20 7 7 6 28 26 +2 28
13 Leicester 20 7 7 6 27 26 +1 28
14 Wrexham 20 6 9 5 24 23 +1 27
15 Derby County 20 7 6 7 27 29 -2 27
16 West Brom 20 7 4 9 23 28 -5 25
17 Sheffield Utd 20 7 2 11 25 29 -4 23
18 Swansea 20 6 5 9 21 27 -6 23
19 Charlton Athletic 19 6 5 8 19 25 -6 23
20 Blackburn 19 6 4 9 19 24 -5 22
21 Oxford United 20 4 7 9 21 28 -7 19
22 Portsmouth 19 4 5 10 15 26 -11 17
23 Norwich 20 3 5 12 22 33 -11 14
24 Sheff Wed 19 1 6 12 15 37 -22 -9
Athugasemdir
banner