Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 25. apríl 2021 16:28
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Lettland: Allt í skrúfuna í fjarveru Axels Óskars
Mynd: Riga
Lettnesku meistararnir í Riga töpuðu 0-3 gegn RFS í lettnesku deildinni.

Þrír af lykilmönnum Riga voru fjarri góðu gamni í leiknum og það reyndist of stór biti fyrir meistarana.

Axel Óskar Andrésson er leikmaður Riga en hann lék ekki með í dag.

Riga hafði fyrir leikinn í dag unnið fjóra leiki og gert eitt jafntefli, tapið í dag var það fyrsta á tímabilinu.

Valmiera er nú í toppsæti deildarinnar með fjortán stig, stigi meira en Riga. RFS er í þriðja sæti með ellefu stig.
Athugasemdir
banner
banner