Liverpool reynir við Pedro næsta sumar - PSG til í að opna veskið fyrir Isak - Nico Williams eftirsóttur
banner
   mán 25. apríl 2022 16:40
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Pablo á leið í myndatöku - „Vonandi ekkert alvarlegt"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Pablo Punyed var ekki í leikmannahópi Víkings þegar liðið mætti ÍA í 2. umferð Bestu deildarinnar.

Pablo var í leikbanni í fyrstu umferð og ef allt hefði verið eðlilegt hefði hann verið í leikmannahópnum í gær.

Lestu um leikinn: ÍA 3 -  0 Víkingur R.

„Hann fer í myndatöku á morgun, vonandi kemur í ljós að það er ekkert alvarlegt í gangi. Honum líður betur frá degi til dags," sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, við Fótbolta.net í dag.

„Hann fékk eitthvað smá í hnéð eftir samstuð á æfingu. Hann æfði ekkert með okkur fyrir leikinn í gær og var ekki klár í að spila þann leik," sagði Arnar.

Pablo var einn allra besti leikmaður Íslandsmótsins í fyrra og kom við sögu í 21 af 22 leikjum Víkings sem lyfti Íslandsmeistaratitlinum í lok móts.
Athugasemdir
banner
banner
banner