Barcelona og Real Madrid mætast á morgun í úrslitum spænska bikarsins.
Ronald Koeman, fyrrum leikmaður og stjóri Barcelona, ræddi við fjölmiðla á dögunum um leikinn.
Ronald Koeman, fyrrum leikmaður og stjóri Barcelona, ræddi við fjölmiðla á dögunum um leikinn.
„Það er enginn líklegri í svona leikjum. Ef maður skoðar þetta nánar þá hefur Barcelona náð í beetri úrslit en í leik millii Barcelona og Real Madrid getur allt gerst," sagði Koeman.
Real Madrid hefur ekki verið upp á sitt besta á þessu tímabili og hefur Carlo Ancelotti fengið mikla gagnrýni.
„Stjórar eru sökudólgarnir í fótbolta. Það verður að segjast að Ancelotti er að gera frábæra hluti. Hann er þjálfari sem hefur unnið flesta titla í heimi," sagði Koeman.
„Hann er góður þjálfari. Hann stýrir liði Madrid sem er með svo margar stjörnur. Fyrir mér er hann ekki sökudólgurinn. Ef þeir eru ekki að vinna þurfa allir að líta í eigin barm en þegar öllu er á botninn hvolft er kennt stjóranum um."
Athugasemdir